Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
banner
   lau 01. október 2016 17:30
Fótbolti.net
Efnilegastur 2016: Ekki alveg í mínum höndum
Böðvar Böðvarsson (FH)
Böðvar og Arnar Daði Arnarsson í verðlaunaafhendingunni.
Böðvar og Arnar Daði Arnarsson í verðlaunaafhendingunni.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
„Það eru margir góðir ungir leikmenn í deildinni og ég er þakklátur fyrir að vera valinn," sagði Böðvar Böðvarsson, vinstri bakvörður FH, eftir að hann fékk verðlaun fyrir að vera efnilegasti leikmaðurinn í Pepsi-deildinni árið 2016 hjá Fótbolta.net.

„Mér fannst ég spila mjög varnarlega á köflum. Ég hefði viljað gera aðeins meira sóknarlega en ég er sáttur."

Böðvar fór fyrr á árinu til danska liðsins Midtjylland á láni og hann segist hafa grætt á þeirri heimsókn.

„Ég fékk að æfa á töluvert hærra tempói hjá mjög góðu atvinnumannaliði og kynnast þessu. Ég náði að nýta mér það í sumar," sagði Böðvar en verður hann áfram hjá FH eða fer hann út í atvinnumennsku eftir tímabilið?

„Það er ekki alveg í mínum höndum. Ég á tvo landsleiki framundan með U21 og ætla að standa mig vel í þeim. Ef það gengur þá sjáum við hvað gerist."

Í sumar birtist mynd á netinu af Böðvari þar sem hann var í treyju Hauka á Þjóðhátíð. Hefur hann taugar til Hauka? „Ég hef bara miklar taugar til Hafnarfjarðar," sagði Böðvar og hló.

Smelltu hér til að hlusta á lengra viðtal við Böðvar úr útvarpsþætti Fótbolta.net (24.09.16)

Sjá einnig:
Oliver Sigurjónsson efnilegastur 2015
Aron Elís Þrándarson efnilegastur 2014
Hólmbert Friðjónsson efnilegastur 2013
Athugasemdir
banner
banner
banner