Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 26. september 2019 16:30
Elvar Geir Magnússon
Efnilegastur 2019: Hann er mjög jarðbundinn
Finnur Tómas Pálmason.
Finnur Tómas Pálmason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net velur Finn Tómas Pálmason efnilegasta leikmann Pepsi Max-deildarinnar 2019 Finnur, sem er 18 ára, spilaði frábærlega í hjarta Íslandsmeistara KR á þessu tímabili.

Valið var opinberað í Innkastinu í vikunni.

Smelltu hér til að hlusta á Innkastið

„Ég sagði við vini mína fyrir tímabilið að við værum að fara að vinna þetta. Þeir hlóu bara og sögu að FH eða Valur myndi taka þetta. Við unnum allt á undirbúningstímabilinu og maður fann að stemningin var þannig að við ætluðum að klára þetta í sumar," sagði Finnur í viðtali við útvarpsþátt Fótbolta.net um síðustu helgi.

Arnór Sveinn Aðalsteinsson, liðsfélagi Finns, segir mjög gott að spila við hlið hans í hjarta varnarinnar.

„Hann er mjög jarðbundinn og það er ekki margt sem stressar hann. Það er mjög gott að spila með honum því hann hlustar og er klár í að gera vel fyrir liðið," segir Arnór.

Sjá einnig:
Willum Þór Willumsson efnilegastur 2018
Alex Þór Hauksson efnilegastur 2017
Böðvar Böðvarsson efnilegastur 2016
Oliver Sigurjónsson efnilegastur 2015
Aron Elís Þrándarson efnilegastur 2014
Hólmbert Friðjónsson efnilegastur 2013
Innkastið - Þeir bestu verðlaunaðir og afrek á Nesinu
Athugasemdir
banner
banner
banner