Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
   þri 02. desember 2025 21:42
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Sjóðandi heitur Andri Lucas skoraði í svekkjandi jafntefli
Andri skoraði í svekkjandi jafntefli
Andri skoraði í svekkjandi jafntefli
Mynd: Blackburn Rovers
Blackburn 1 - 1 Ipswich Town
1-0 Andri Gudjohnsen ('76 )
1-1 Sindre Walle Egeli ('90 )

Landsliðsmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen skoraði eina mark Blackburn Rovers í 1-1 jafnteflinu gegn Ipswich Town í ensku B-deildinni í kvöld.

Andri kom til Blackburn frá Gent í sumar og hefur verið að raða inn mörkum í síðustu leikjum.

Framherjinn var á sínum stað í byrjunarliði Blackburn og skoraði á 78. mínútu með skalla eftir hornspyrnu. George Pratt skallaði boltann í átt að fjærstönginni og þar var Andri eins og hrægammur til að stýra boltanum í netið.

Því miður fyrir Andra þá reyndist þetta ekki sigurmarkið því undir lokin jafnaði hinn 19 ára gamli Sindre Walle Egeli metin og bjargaði stigi fyrir gestina.

Súrt fyrir Blackburn sem er í 18. sæti með 21 stig en Ipswich í 7. sæti með 28 stig.


Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 18 13 4 1 50 18 +32 43
2 Middlesbrough 18 9 6 3 24 19 +5 33
3 Millwall 18 9 4 5 22 25 -3 31
4 Stoke City 18 9 3 6 26 14 +12 30
5 Preston NE 18 8 6 4 25 19 +6 30
6 Bristol City 18 8 5 5 26 20 +6 29
7 Ipswich Town 18 7 7 4 29 18 +11 28
8 Birmingham 18 8 4 6 27 20 +7 28
9 Hull City 18 8 4 6 30 30 0 28
10 Wrexham 18 6 8 4 23 20 +3 26
11 Derby County 18 7 5 6 25 25 0 26
12 West Brom 18 7 4 7 20 22 -2 25
13 QPR 18 7 4 7 22 28 -6 25
14 Southampton 18 6 6 6 28 25 +3 24
15 Watford 18 6 6 6 24 23 +1 24
16 Leicester 18 6 6 6 22 23 -1 24
17 Charlton Athletic 18 6 5 7 18 23 -5 23
18 Blackburn 18 6 3 9 17 22 -5 21
19 Sheffield Utd 18 6 1 11 20 28 -8 19
20 Oxford United 18 4 6 8 20 25 -5 18
21 Swansea 18 4 5 9 18 27 -9 17
22 Portsmouth 18 4 5 9 15 25 -10 17
23 Norwich 18 3 4 11 19 29 -10 13
24 Sheff Wed 18 1 5 12 14 36 -22 -4
Athugasemdir
banner
banner