Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   þri 03. janúar 2017 15:30
Magnús Már Einarsson
Björn Einars tekur ákvörðun um framboð á næstu dögum
Björn Einarsson.
Björn Einarsson.
Mynd: Aðsend
Björn Einarsson liggur ennþá undir feld og íhugar hvort hann ætli að bjóða sig fram sem formaður KSÍ.

Guðni Bergsson hefur ákveðið að bjóða sig fram gegn Geir Þorsteinssyni í formannskosningum.

Kosið verður um formann á ársþingi KSÍ í Vestmannaeyjum þann 11. febrúar næstkomandi.

Björn gæti einnig blandað sér í formannsslaginn en hann reiknar með að taka ákvörðun á næstu dögum.

„Ég er ennþá að hugsa þetta mjög djúpt út frá öllum hliðum. Það þurfa allar breytur að ganga upp í þessu en þetta skýrist á næstu dögum," sagði Björn við Fótbolta.net í dag.

„Ég hef bent á að ímynd KSÍ er ekki góð. Hún verður að vera góð hjá batterí eins og KSÍ. Það er gífurlega mikilvægt. Það er vilji til breytinga en þessi vilji verður að vera skýr alla leið."

Björn hefur áður greint frá því að hann myndi sinna starfi formanns KSÍ launalaust ef hann yrði kjörinn.

Björn var á sínum tíma formaður knattspyrnudeildar Víkings en hann hefur undanfarið verið formaður félagsins.
Athugasemdir
banner
banner