Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   þri 06. desember 2016 11:29
Elvar Geir Magnússon
Heimild: DV 
Björn myndi sinna starfi formanns KSÍ launalaust
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björn Einarsson, formaður Víkings R., staðfesti í gær að hann íhugi að bjóða sig fram sem formaður KSÍ. Í viðtali við DV segir Björn, sem er framkvæmdastjóri TVG Zimsen, að hann myndi sinna formennsku KSÍ launalaust ef hann fær stólinn.

„Ég er afar sáttur í mínu umhverfi hjá TVG Zimsen og ég er alls ekki kominn á þann stað að ákveða mig og stíga formlega fram. Ef ég gæfi kost á mér þá myndi ég sinna þessu starfi án launa. Maður sér sjaldan starfandi stjórnarformennsku hérlendis en ég tel að það sé hægt að vinna þetta starf með sterkri skrifstofu," segir Björn við DV.

Hann segir að hávær krafa sé um breytingar innan KSÍ.

„Það ríkir einhver togstreita og það er ekki æskilegt að það sé mikill titringur um þetta glæsilega sérsamband sem KSÍ er."

Geir Þorsteinsson er formaður KSÍ og mun gefa kost á sér til endurkjörs. Tveir hafa staðfest að þeir íhugi framboð en auk Björns liggur Guðni Bergsson, lögfræðingur og fyrrum landsliðsmaður, undir feldi.

„Ég er gríðarlega stoltur af okkar starfi og mínum störfum og er reiðubúinn í að leiða knattspyrnusambandið áfram," sagði Geir í samtali við Stöð 2 á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner