Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 03. janúar 2020 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Varane: Ég var of blíður - Sögðu að ég myndi ekki ná langt
Mynd: Getty Images
Raphael Varane er meðal bestu varnarmanna heims um þessar mundir og er lykilmaður í tveimur af sterkustu liðum heims, Real Madrid og franska landsliðinu.

Varane er 26 ára og rifjaði upp æskuna í stuttu samtali við Onze Mondial á dögunum.

„Þegar þú fylgist með sumum krökkum þá veistu bara að þeir munu ná langt. Það átti ekki við um mig," sagði Varane.

„Þegar ég var lítill var mér stöðugt sagt að ég væri ekki með réttan persónuleika eða hugarfar til að ná langt. Mér var sagt að ég væri alltof blíður, ég væri ekki nógu grimmur. Aðrir strákar í skólanum vildu slást en ekki ég, ég var alltaf góður."

Varane telur uppeldi sitt vera lykilástæðu fyrir velgengni sinni í fótbolta en hann var fenginn til Real Madrid aðeins 18 ára gamall.

„Faðir minn var mjög kröfuharður þjálfari. Hann setti mér alltaf ný markmið og keyrði mig áfram. Móðir mín sá um að aðstoða með lærdóminn. Hún er kennari og hefur alltaf látið mig taka náminu alvarlega."

Að lokum var Varane spurður út í stærstu vonbrigði ferilsins og þá hugsaði hann aftur til sumarsins 2016.

„Versta sem ég hef lent í var að missa af úrslitaleik Meistaradeildarinnar og úrslitakeppni EM. Ég hafði verið að undirbúa mig fyrir EM í tvö ár, það gerist ekki tvisvar á ferlinum að maður fær stórmót á heimavelli. Ég er með ör eftir þessa lífsreynslu."
Athugasemdir
banner
banner