Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   mán 03. febrúar 2025 14:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tel flýgur til Englands - Á leið til Tottenham eftir allt saman
Mynd: Getty Images
Umboðsmaður Mathys Tel birti fyrir stuttu mynd á Instagram reikningi sínum af hinum 19 ára gamla Tel í einkaflugvél.

Sky í Þýskalandi segir að Tel sé að fljúga til Englands. Myndin var birt fyrir um hálftíma síðan.

Florian Plettenberg hjá Sky fullyrðir að franski framherjinn sé á leið til Tottenham á lánssamningi út tímabilið.

Tel hefur verið orðaður við Manchester United, Arsenal og Tottenham síðustu daga. Á föstudag var sagt frá því að Tel hefði hafnað tækifærinu á að fara til Tottenham en ljóst er að hann hefur skipt um skoðun. Þá voru félögin búin að semja um varanleg félagaskipti en nú er sagt að um lánssamning sé að ræða.

Hann er 19 ára framherji sem hefur ekki verið í stóru hlutverki hjá Bayern Munchen á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner