Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 03. mars 2024 13:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Martraðarfraumraun Lingard í Kóreu
Mynd: EPA

Jesse Lingard snéri aftur á völlinn í gær eftir rúmlega tíu mánaða fjarveru.


Hann samdi við suður kóreska liðið FC Seoul í síðasta mánuði og spilaði sinn fyrsta leik í gær. Stuðningsmenn tóku ekki vel á móti honum og bauluðu á hann þegar hann kom inn á þegar skammt var til leiksloka.

Hann nældi sér í gult spjald í leiknum fyrir glórulausa tæklingu ogs andstæðingarnir voru allt annað en ánægðir með hann. FC Seoul tapaði leiknum gegn Gwangju.

Lingard var ánægður að vera kominn aftur út á völl eftir að hafa æft með Al-Ittihad og West Ham áður en hann samdi við FC Seoul.

„Þakklátur að vera kominn aftur út á völl og gera það sem ég elska mest," skrifaði Lingard á Instagram eftir leikinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner