Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 03. apríl 2021 15:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Furðar sig á endurskipulagningu Tuchel í hálfleik
Mynd: Getty Images
Andy Reid, fyrrum landsliðsmiðjumaður Íra, var sérfræðingur BBC í kringum leik Chelsea og WBA sem endaði með 2-5 útisigri WBA.

Andy Reid skrifar í uppgjöri eftir leik að það verði að spyrja spurninga út í Chelsea-liðið og upplegg Tomas Tuchel.

„Mér fannst WBA spila mjög vel. Chelsea verður manni færra og þá breytist leikurinn. Chelsea hélt boltanum mjög vel fram að rauða spjaldinu og stýrði leiknum," skrifaði Reid.

„Eftir rauða spjaldið komst West Brom inn í leikinn, hélt boltanum mjög vel, leikmenn teygðu á vörn Chelsea með því að halda breidd og komu sér aftur fyrir vörn heimamanna. Sum markanna voru stórkostleg."

„Ég held að það verði að spyrja spurninga um hvað Tomas Tuchel gerði í seinni hálfleik - Mér fannst það ekki ganga upp það sem hann gerði til að endurskipuleggja liðið."

„Að mínu mati fóru vængbakverðirnir of hátt upp of snemma og skildu eftir pláss fyrir aftan sig við hlið miðvarðanna,"
bætti Reid við.

Chelsea komst í 1-0, Thiago Silva fékk í kjölfarið rautt spjald og Matheus Pereira sá til þess að gestirnir leiddu 1-2 í hálfleik. WBA bætti við tveimur mörkum áður en Mason Mount minkaði muninn og svo skoraði Callum Robinson fimmta mark gestanna undir lok leiks.
Athugasemdir
banner