Breiðablik vann stórsigur í Pepsi Max-deild karla í dag er liðið mætti Leikni Reykjavík á Kópavogsvelli.
Blikar þurftu að ná í þrjú stig í toppbaráttunni við Val en Valsmenn voru fyrir þennan leik með átta stiga forskot.
Breiðablik var í engum vandræðum með nýliðana úr Breiðholti og skoraði fjögur mörk gegn engu.
Gísli Eyjólfsson skoraði tvennu fyrir þá grænklæddu en hann kom inná sem varamaður í síðari hálfleiknum.
Á sama tíma áttust við Stjarnan og Keflavík þar sem fimnm mörk voru skoruð í fjörugum leik í Garðabæ.
Keflvíkingar byrjuðu af miklum krafti og eftir 38 mínútur var staðan orðin 2-0 eftir tvennu frá markahróknum Joey Gibbs.
Snemma í seinni hálfleik bætti Keflavík við sínu þriðja marki er Ignacio Heras skoraði og óvænt úrslit í vændum á Samsung vellinum.
Þeir Hilmar Árni Halldórsson og Þorsteinn Már Ragnarsson minnkuðu síðar muninn fyrir Stjörnuna en það dugði ekki til og lokastaðan 3-2 fyrir Leiknismönnum.
Breiðablik 4 - 0 Leiknir R.
1-0 Kristinn Steindórsson ('7 )
2-0 Viktor Örn Margeirsson ('27 )
3-0 Gísli Eyjólfsson ('73 )
4-0 Gísli Eyjólfsson ('76 )
Lestu nánar um leikinn hér
Stjarnan 2 - 3 Keflavík
0-1 Josep Arthur Gibbs ('16 )
0-2 Josep Arthur Gibbs ('38 )
0-3 Ígnacio Heras Anglada ('48 )
1-3 Hilmar Árni Halldórsson ('57 , víti)
2-3 Þorsteinn Már Ragnarsson ('69 )
Lestu nánar um leikinn hér
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir