Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 03. júlí 2022 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Annað hvort samþykkir De Jong launalækkun eða fer til Man Utd
Frenkie De Jong vill vera áfram hjá Barcelona en hann þarf þá að samþykkja launalækkun
Frenkie De Jong vill vera áfram hjá Barcelona en hann þarf þá að samþykkja launalækkun
Mynd: Getty Images
Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong er ekki með mörg spil á hendi akkúrat í þessu augnabliki en hann þarf að ákveða framtíð sína á næstu dögum. Spænsku miðlarnir segja hann með tvo kosti í stöðunni.

Barcelona og Manchester United hafa síðustu vikur rætt um De Jong en félögin eru afar nálægt samkomulagi.

Joan Laporta, forseti Barcelona, sagði í gær að De Jong væri ekki til sölu og hann yrði áfram hjá félaginu, en það þarf þó ekki endilega að vera þannig.

Staðan er þannig að Barcelona hefur boðið De Jong að taka á sig launalækkun, eitthvað sem hann er ekkert sérstaklega spenntur fyrir, enda myndi hann lækka verulega í launum.

Hann er hins vegar með annan kost og það er að ganga til liðs við Manchester United, þar sem hann fengi betur borgað.

Hugmyndin að vinna aftur með Erik ten Hag heillar auðvitað en De Jong er samt ánægður í Barcelona og var það alltaf draumur hans að spila fyrir félagið.

De Jong vill vera áfram þar enn þá þarf hann að fórna ýmsu. Það verður því fróðlegt að sjá hver ákvörðun hans verður.
Athugasemdir
banner
banner
banner