Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
   sun 04. janúar 2026 18:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
ÍBV í viðræðum við Víking
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það ætti að skýrast nokkuð fljótlega hvort Aron Baldvin Þórðarson verði næsti þjálfari ÍBV. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er ÍBV í viðræðum við Víking um að fá Aron í sínar raðir en hann er í dag aðstoðarþjálfari Víkings.

Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, sagði við Fótbolta.net á föstudag að Víkingur væri með verðmiða á Aroni og ÍBV þyrfti að ná samkomulagi við Íslandsmeistaranna svo möguleiki yrði á því að Aron tæki við starfinu.

Fyrst félögin eru komin í viðræður verður að teljast líklegt að Aron hafi talsverðan áhuga á því að taka við starfinu. Ef hann tekur við starfinu verður það hans fyrsta sem aðalþjálfari í meistaraflokki.

Hann er þrítugur og hefur verið hjá Víkingi síðan 2019. Hann hefur verið í meistaraflokksteyminu frá 2022 og varð aðstoðarþjálfari þegar Sölvi Geir Ottesen tók við Arnari Gunnlaugssyni fyrir rétt tæplega ári síðan.

ÍBV hefur verið í þjálfaraleit frá því að Þorlákur Árnason hætti óvænt störfum fyrir mánuði síðan.
Athugasemdir
banner
banner