Heiðdís Lillýardóttir er gengin í raðir Breiðabliks á nýjan leik eftir að hafa verið í atvinnumennsku.
Heiðdís spilaði með Breiðablik frá 2017 til ársins 2022 og varð bæði Íslands-og bikarmeistari og með liðinu á þeim tíma.
Heiðdís spilaði með Breiðablik frá 2017 til ársins 2022 og varð bæði Íslands-og bikarmeistari og með liðinu á þeim tíma.
Heiðdís er fædd árið 1996 og á alls 155 leiki fyrir Breiðablik og sjö mörk. Þá á Heiðdís einnig leiki með yngri landsliðum Íslands.
Hún hóf feril sinn á Íslandi með Hetti, hélt síðan á Selfoss og lék svo með Breiðabliki í sex tímabil áður en hún hélt erlendis þar sem hún var fyrst hjá Benfica í Portúgal og svo Basel.
Í ágúst á síðasta ári eignaðist Heiðdís sitt fyrsta barn, dótturina Lillý Hjálmtýsdóttur. Heiðdís hefur verið að vinna að endurkomu á völlinn. Hún hafði ætlað sér að eignast barnið sem leikmaður Basel í Sviss en það gekk ekki eftir.
Hún ræddi um það í viðtali við Fótbolta.net í október síðastliðnum. Þar sagði hún meðal annars: „Ég var ekki beint velkomin á æfingasvæðið nema til að horfa á. Ég átti gott samband við sjúkraþjálfara liðsins og bað þá um aðstoð varðandi æfingar sem ég gæti gert sjálf á öðrum stað, en þá urðu þeir frekar vandræðalegir og sögðu að stjórnin væri búin að banna þeim að hjálpa mér. Þá var þetta orðið skrítið."
Breiðablik er ríkjandi Íslandsmeistari og fær þarna öflugan leikmann í sínar raðir.
Athugasemdir