Abdoulaye Doucoure, þrítugur miðjumaður Everton sem er nýlega byrjaður að spila fyrir landslið Malí, segist hafa verið nálægt því að yfirgefa Everton í janúarglugganum.
Doucoure var búinn að missa byrjunarliðssætið undir stjórn Frank Lampard og samningur hans við félagið rennur út næsta sumar, með möguleika á eins árs framlengingu af hálfu félagsins.
„Ég var nálægt því að yfirgefa félagið en á endanum varð ég eftir og er ánægður með þá ákvörðun í dag. Ég er ánægður að vera hérna áfram og geta lagt mitt fram við að hjálpa liðinu í fallbaráttunni. Það voru margir sem bjuggust við að ég færi frá Everton eftir að hafa varla spilað fótboltaleik í sex mánuði en ég elska þetta félag," sagði Doucoure, sem byrjaði að fá spiltíma eftir að Sean Dyche var ráðinn.
„Ég hélt áfram að leggja hart að mér og þegar Sean Dyche var ráðinn nýtti ég tækifærið til að komast aftur í byrjunarliðið."
Gengi Everton hefur skánað til muna eftir að Dyche var ráðinn og hefur Doucoure verið meðal mikilvægustu leikmanna liðsins. Það er enginn sem hleypur jafn mikið og miðjumaðurinn óþreytandi og hefur hann verið í byrjunarliðinu frá fyrsta leik undir stjórn Dyche.
„Ég heyrði fólk segja að ég væri ekki tilbúinn fyrir byrjunarliðið þegar Dyche tók við. Það er bara vitleysa, ég hef haldið mér í toppformi allan þennan tíma. Ég hef verið tilbúinn til að spila í hverri viku á þessu tímabili. Kannski var þetta eitthvað persónulegt sem stjórinn (Lampard) hafði á móti mér, en það skiptir ekki máli núna.
„Ég er leikmaður sem gefst aldrei upp og ég held að Sean Dyche kunni að meta það. Mér líður virkilega vel hérna."

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 35 | 25 | 7 | 3 | 81 | 35 | +46 | 82 |
2 | Arsenal | 35 | 18 | 13 | 4 | 64 | 31 | +33 | 67 |
3 | Newcastle | 36 | 20 | 6 | 10 | 67 | 45 | +22 | 66 |
4 | Man City | 36 | 19 | 8 | 9 | 67 | 43 | +24 | 65 |
5 | Chelsea | 36 | 18 | 9 | 9 | 62 | 42 | +20 | 63 |
6 | Aston Villa | 36 | 18 | 9 | 9 | 56 | 49 | +7 | 63 |
7 | Nott. Forest | 35 | 18 | 7 | 10 | 54 | 42 | +12 | 61 |
8 | Brentford | 36 | 16 | 7 | 13 | 63 | 53 | +10 | 55 |
9 | Brighton | 36 | 14 | 13 | 9 | 59 | 56 | +3 | 55 |
10 | Bournemouth | 36 | 14 | 11 | 11 | 55 | 43 | +12 | 53 |
11 | Fulham | 36 | 14 | 9 | 13 | 51 | 50 | +1 | 51 |
12 | Crystal Palace | 35 | 11 | 13 | 11 | 44 | 48 | -4 | 46 |
13 | Everton | 36 | 9 | 15 | 12 | 39 | 44 | -5 | 42 |
14 | Wolves | 36 | 12 | 5 | 19 | 51 | 64 | -13 | 41 |
15 | Man Utd | 35 | 10 | 9 | 16 | 42 | 51 | -9 | 39 |
16 | Tottenham | 35 | 11 | 5 | 19 | 63 | 57 | +6 | 38 |
17 | West Ham | 35 | 9 | 10 | 16 | 40 | 59 | -19 | 37 |
18 | Ipswich Town | 36 | 4 | 10 | 22 | 35 | 77 | -42 | 22 |
19 | Leicester | 35 | 5 | 6 | 24 | 29 | 76 | -47 | 21 |
20 | Southampton | 36 | 2 | 6 | 28 | 25 | 82 | -57 | 12 |