Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fim 04. júlí 2024 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Gunnlaugs hrósar KA og þjálfarateyminu - „Eru að uppskera eftir því"
Hallgrímur Jónasson og Elmar Dan.
Hallgrímur Jónasson og Elmar Dan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Þeir eru búnir að lenda í miklu mótlæti'
'Þeir eru búnir að lenda í miklu mótlæti'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur sló út Stjörnuna í gærkvöldi er liðin mættust í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem Stjarnan klikkaði á einu víti en Víkingur engu. Víkingur getur orðið bikarmeistari í fimmta sinn á síðustu sex tímabilum með sigri á Laugardalsvelli.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 6 -  5 Stjarnan

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, ræddi um andstæðinginn, KA, í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn í gær.

„Þetta var ótrúleg dramatík, ótrúlegur sigur og sýnir við erum ekki tilbúnir að láta þennan bikar af hendi strax."

„Það kemur að því að við töpum, það er alveg klárt mál. En ekki strax, við erum ekki tilbúnir til þess."

„Það er mikið hrós á KA menn og mikið hrós á Hadda þjálfara og þjálfarateymi þeirra, þeir eru búnir að lenda í miklu mótlæti. Þeir eru búnir að tala vel í fjölmiðlum sama hvað á dynur. Þeir hafa verið jákvæðir og eru bara að uppskera eftir því."

„Þeir verða skeinuhættir enda með gott lið, taflan kannski lýgur aðeins, þeir eru með góða einstaklinga. Við erum komnir á Laugardalsvöllinn enn og aftur, einn af betri dögum í mínu lífi þessir úrslitaleikir,"
sagði Arnar eftir leikinn í dag.

Fyrir bikaúrslitaleikinn munu liðin mætast á Greifavellinum fyrir norðan í Bestu deildinni þann 20. júlí.
Arnar Gunnlaugs: Erum ekki tilbúnir að láta þennan bikar af hendi strax
Athugasemdir
banner
banner
banner