Trent efstur á blaði Real - Newcastle vill Mbeumo - Arsenal hefur áhuga á Kudus
Enski boltinn - Liverpool á toppnum og velkominn Amorim
Rólegi stríðsmaðurinn sem aldrei vék frá Stjörnunni
Tveggja Turna Tal - Haraldur Árni Hróðmarsson
Útvarpsþátturinn - Besta, Valur og Amorim tekur við
Halldór Árnason - Íslandsmeistari í fyrstu tilraun
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: Afturelding vs Dr. Football
Hugarburðarbolti GW9 Erik ten Hag rekinn!
Enski boltinn - Ten Hag rekinn og dramatík á Emirates
Innkastið - Grimmir Blikar verðskuldaðir meistarar
Útvarpsþátturinn - Láki og leikurinn stóri
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: ÍA vs Stöð 2
Hugarburðarbolti GW8 Jón Steinsson var aftur hetja bláliða!
Enski boltinn - Klopp ekki ómissandi og Sir Alex bolað burt
Innkastið - Stjórnlaust hringleikahús
Tveggja Turna Tal - Árni Freyr Guðnason
Útvarpsþátturinn - Framtíð Norðmannsins og fall Fylkis
Fótbolta nördinn - 16 liða úrslit: Fram vs Fótbolti.net
Innkastið - Af hverju VAR ekki dæmt?
Tveggja Turna Tal - Þorsteinn Halldórsson
Útvarpsþátturinn - Landsliðshetjur og Toddi
   lau 04. ágúst 2018 14:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Myndu segja Íslandi að loka landamærunum út af Hamren"
Icelandair
Erik Hamren stýrði Svíþjóð frá 2009-2016.
Erik Hamren stýrði Svíþjóð frá 2009-2016.
Mynd: Getty Images
Robert Laul.
Robert Laul.
Mynd: Fótbolti.net
Hamren er í viðræðum að taka við Íslandi.
Hamren er í viðræðum að taka við Íslandi.
Mynd: Getty Images
Laul telur að það sé eins og guðsgjöf fyrir hann ef hann fær starfið hjá Íslandi.
Laul telur að það sé eins og guðsgjöf fyrir hann ef hann fær starfið hjá Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Robert Laul er einn af virtustu íþróttafréttamönnum Svíþjóðar var á línunni í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu 977 í hádeginu.

Elvar Geir, Tómas Þór og Benedikt Bóas vildu fá að ræða við Laul um mann sem hann þekkir vel. Erik Hamren, fyrrum landsliðsþjálfara Svíþjóðar.

Erik Hamren er í viðræðum við KSÍ um að verða næsti landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta.

Fótbolti.net greindi frá því á fimmtudag að samkvæmt heimildum væru viðræður KSÍ og Hamren vel á veg komnar og hann líklegastur sem næsti landsliðsþjálfari Íslands. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, staðfesti það í gær að Hamren væri í viðræðum.

„Við höfum rætt við Erik Hamren. Við höfum ekki bara rætt við hann heldur fleiri," segir Guðni í samtali við Ingva Þór Sæmundsson, blaðamann Fréttablaðsins.

Hamren, sem er 61 árs að aldri er með flotta ferilskrá Hann vann sænska bikarinn í þrígang, tvisvar með AIK og einu sinni með Örgryte. Hann vann tvo Noregsmeistaratitla með Rosenborg, 2009 og 2010, og gerði Álaborg að meisturum í Danmörku 2008. Hamren stýrði sænska landsliðinu 2009-2016 og kom liðinu á Evrópumótin 2012 og 2016, en hann hefur ekki þjálfað síðan hann hætti með Svíþjóð 2016.

Álitið á Hamren er ekki gott í Svíþjóð. Laul býst við því að Hamren sé búinn að læra eitthvað frá tíma sínum með sænska landsliðið, en stuðningsmenn Svíþjóðar myndu benda Íslandi á að forðast manninn með öllum ráðum.

„Hamren er allt öðruvísi en Lars Lagerback," sagði Laul. „Lagerback er mjög taktískur, varkár og hann er mjög stöðugur í sínum aðgerðum. Þegar Hamren var landsliðsþjálfari Svíðþjóðar var hann andstæðan við það."

„Hann gerði miklar breytingar á milli leikja, hann var ekki með byrjunarlið sem hann treysti, hann átti í miklum erfiðleikum með varnarleikinn. Allt sem Lagerback gerði vel, það mislukkaðist hjá Hamren."

Hamren byrjaði vel með Svíþjóð og kom liðinu á EM 2012 með stæl. Leiðin lá niður á við eftir það.

„Hann var vinsæll til að byrja með, en forkeppnin sem Svíþjóð fór í gegnum fyrir mótið 2012 var mjög auðveld. Þegar á mótið var komið átti liðið ekki möguleika. Hann náði ekki að byggja sterkan grunn og öll ábyrgðin var sett á Zlatan Ibrahimovic. Á sjö árum náði hann aldrei að byggja sterkan grunn. Lagerback gerði það og liðið varð betra og betra undir hans stjórn. Maður vissi aldrei við hverju átti að búast hjá Hamren. Fjölmiðlar voru ringlaðir, stuðningsmenn voru ringlaðir og leikmenn líka."

Hamren entist í sjö ár og segir Laul að Zlatan sé stór ástæða fyrir því, hann spilaði vel undir stjórn Hamren.

„Betur undirbúinn"
Laul talar ekki sérstaklega vel um Hamren en hann nefnir jákvæðan punkt líka.

„Á síðustu 2-3 árunum í starfi þá lærði Hamren mikið sem landsliðsþjálfari. Á fyrstu árunum stýrði hann Svíþjóð eins og félagsliði, gerði margar breytingar og byggði ekki sterkan grunn. Hann fór að læra."

„Á jákvæðu nótunum fyrir Ísland þá lærði hann mikið á þessum árum. Við höfum ekki enn séð það almennilega, en ég tel að hann sé betur undirbúinn fyrir landsliðsþjálfarastarf. Hann var ekki tilbúinn árið 2009, hann sá ekki muninn á landsliðsþjálfarastarfi og félagsliði og það kom okkur fjölmiðlamönnum á óvart."

„Vonum fyrir Íslands hönd að hann hafi lært eitthvað."

Skilja ekki að Íslandi ætli að ráða Hamren
Laul segir að það komi á óvart að Hamren sé í viðræðum við Ísland. Hamren vill spila eins og stóru liðin, hann gerði það allavega þegar hann stýrði Svíþjóð. Hann treysti ekki mikið á skipulagðan varnarleik, eitthvað sem hefur verið einkennismerki íslenska landsliðsins síðatliðin ár.

„Það kemur okkur á óvart, við erum eiginlega í sjokki að Íslandi ætli að ráða Hamren - við skiljum það ekki."

„Ef við talið við sænska stuðningsmenn þá munu þeir segja ykkur að loka landamærunum, verjið eyjuna frá Hamren. Kallið í herinn, vekið víkingana, gerið eitthvað. Þeir skilja ekki af hverju Ísland er að taka Hamren eftir það sem gerðist við Svíþjóð. En þetta er álit stuðningsmannanna."

„Sérfræðingar, leikmenn og þjálfarar í Svíþjóð myndu segja ykkur að hann væri vonandi búinn að læra eitthvað. Hann er ekki hálfviti, hann hlýtur að hafa lært eitthvað."

„Zlatan kunni vel við hann"
Aðspurður hvort leikmennirnir hafi líkað við Hamren segir Laul að aðalmálið fyrir Hamren hafi verið að stórstjörnuna Zlatan Ibrahimovic á sitt band. Zlatan fékk gríðarstóra ábyrgð í liðinu.

„Zlatan kunni vel við hann og það var mikilvægt. Hamren einbeitti sér að því að hafa Zlatan ánægðan."

„Þetta var skrítin staða fyrir Svíþjóð að hafa eina stjörnu og 10 leikmenn sem voru ekki á sama gæðastigi. Stjarnan, Zlatan, er með persónuleika þar sem hann vill ráða."

„Við í Svíþjóð teljum að hann hafi ekki gert vel, þú átt að einbeita þér að liðinu."

„Eins og ég hef sagt nokkrum sinnum þá held ég að hann sé búinn að læra af þessu."

Laul telur að það sé eins og guðsgjöf fyrir hann ef hann fær starfið hjá Íslandi. Hann býst ekki við því að hann nái eins góðum árangri og Lagerback gerði.

Viðtalið er í heild sinni í spilaranum hér að ofan.



Athugasemdir
banner
banner