
Frakkland og Pólland mætast í 16 liða úrslitum á HM kl. 15 í dag.
Það voru margar breytingar á liði Frakka gegn Túnis í síðasta leik en Deschamps stillir upp sama byrjunarliði og vann Danmörku í 2. umferð riðlakeppninnar.
Hugo Lloris leikur sinn 142. landsleik í dag og er því leikjahæsti leikmaður Frakklands í sögunni ásamt Lillian Thuram en sonur hans, Marcus Thuram, er á bekknum í dag.
Robert Lewandowski er að venju í fremstu víglínu hjá Póllandi en hann er einnig fyrirliði liðsins.
Frakkland: Lloris, Kounde, Varane, Upamecano, Theo Hernandez, Griezmann, Tchouameni, Rabiot, Dembele, Giroud, Mbappe.
Pólland: Szczesny, Bereszynski, Kiwior, Glik, Cash, Frankowski, S. Szymanski, Krychowiak, Zielinski, Kaminski, Lewandowski.
Athugasemdir