Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 04. desember 2022 18:33
Brynjar Ingi Erluson
Watford að næla í kanadískan landsliðsmann
Mynd: EPA
Enska B-deildarfélagið Watford er að ganga frá kaupum á Ismael Cone, leikmanni Montreal í Kanada. Það er ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano sem greinir frá skiptunum í kvöld.

Kone var partur af 26-manna leikmannahópi kanadíska landsliðsins á HM en hann spilaði 106 mínútur á mótinu.

Hann er nú að ganga í raðir Watford á Englandi en búið er að ganga frá öllum helstu atriðum og mun hann formlega ganga í raðir félagisns um áramótin.

Kone, sem er tvítugur, spilar stöðu miðjumanns, en þetta verður hæsta upphæð sem Montreal hefur fengið fyrir leikmann.

Leikmaðurinn fékk tilboð frá öðrum félögum frá Hollandi og Þýskalandi en leist best á tilboðið frá Watford.

Þetta er annar landsliðsmaðurinn frá Kanada sem finnur sér lið eftir að Kanada datt úr leik á mótinu en Alistair Johnston gekk í raðir Celtic í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner