Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   mán 04. desember 2023 21:44
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Zapata með tvennu í sigri gegn gömlu liðsfélögunum
Mynd: Torino
Torino 3 - 0 Atalanta
1-0 Duvan Zapata ('22)
2-0 Antonio Sanabria ('56, víti)
3-0 Duvan Zapata ('95)

Torino og Atalanta áttust við í eina leik kvöldsins í efstu deild ítalska boltans og voru það heimamenn sem tóku forystuna í fyrri hálfleik.

Duván Zapata skoraði þar gegn sínum fyrrum liðsfélögum eftir lága sendingu inn í teiginn frá Nikola Vlasic, en miðvörðurinn ungi Giorgio Scalvini gerði slæm mistök og hleypti sendingunni framhjá sér til að gera Zapata kleift að skora.

Atalanta tókst ekki að skapa sér mikla hættu og var leikurinn þokkalega bragðdaufur, en það voru heimamenn sem tvöfölduðu forystuna í síðari hálfleik. Antonio Sanabria skoraði þá úr vítaspyrnu eftir klaufalegt brot hjá Scalvini innan vítateigs er Torino undirbjó hornspyrnu.

Atalanta tókst ekki að ógna mikið eftir þetta og gerði Zapata þriðja mark heimamanna seint í uppbótartíma. Niðurstaðan sanngjarn 3-0 sigur Torino, sem er um miðja deild með 19 stig eftir 14 umferðir.

Atalanta er með 20 stig og hefði komist í Evrópusæti með sigri í kvöld.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
3 Milan 10 6 3 1 15 7 +8 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
6 Juventus 10 5 3 2 14 10 +4 18
7 Como 10 4 5 1 12 6 +6 17
8 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
9 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
10 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
11 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
12 Sassuolo 10 4 1 5 11 12 -1 13
13 Torino 10 3 4 3 10 16 -6 13
14 Cagliari 10 2 3 5 9 14 -5 9
15 Lecce 10 2 3 5 8 14 -6 9
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 10 1 4 5 5 12 -7 7
18 Genoa 10 1 3 6 6 14 -8 6
19 Verona 10 0 5 5 6 16 -10 5
20 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
Athugasemdir
banner
banner