Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   mið 04. desember 2024 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dagur Hammer: Mig langaði að vera hluti af því
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Leiknir
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson gekk í raðir Leiknis fyrr í þessu viku og skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.

Sóknarmaðurinn er uppalinn í Grindavík og hefur allan sinn feril leikið með uppeldisfélaginu ef frá er talið tímabilið 2021 þegar hann lék með Þrótti Vogum á láni.

Dagur er 24 ára og hefur skorað 23 mörk í 70 leikjum í næstefstu deild. Hann ræddi stuttlega við Fótbolta.net um félagaskiptin í Leikni.

„Það er smá snemmt að fara að svara því hvernig það er að vera orðinn leikmaður Leiknis þar sem ég er nú bara búinn með eina æfingu en mér líst mjög vel á þetta," segir Dagur

Hvað kemur til að þú semur við Leikni?
„Ég varð samningslaus eftir tímabilið í fyrsta sinn og lið byrjuðu að sýna mér áhuga svo ég ákvað að skoða mig um. Mér líst vel á þjálfarateymið og það sem klúbburinn er að gera," segir Dagur sem vildi breyta til og fá nýjar áskoranir.

Hvað er mest heillandi við Leikni?
„Hvernig bolta þeir spila á litlum svæðum. Þetta hefur alltaf verið lið sem er erfitt að mæta og liðið byggt upp á góðum leikmönnum sem berjast fyrir hvorn annan og mig langaði að vera hluti af því."

Er erfitt að yfirgefa Grindavík?
„Já, auðvitað skrítið að vera að yfirgefa minn heimaklúbb. Þetta er búið að vera mjög skrítið ár en ég er viss um að þetta sé rétt skref fyrir minn feril."

Varstu sáttur með síðasta tímabil?
„Já og nei. Þetta var rosa kaflaskipt sumar og ég er mikill keppnismaður svo stefnan var auðvitað sett mun hærra."

Hvað langar þig að afreka með Leikni?
„Vinna deildina," segir Dagur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner