„Ég segi hvorki af eða á. Ég útiloka ekki neitt. Ég útiloka aldrei neitt í lífinu," sagði Guðrun Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ, í samtali við Fótbolta.net í dag aðspurð hvort hún hafi hug á að bjóða sig fram sem formaður á ársþingi sambandsins í næsta mánuði.
Geir Þorsteinsson tilkynnti í gær að hann ætli að hætta sem formaður eftir tíu ára starf. Guðrún Inga hefur verið í stjórn KSÍ undanfarin ár en hún hefur verið varaformaður
Geir Þorsteinsson tilkynnti í gær að hann ætli að hætta sem formaður eftir tíu ára starf. Guðrún Inga hefur verið í stjórn KSÍ undanfarin ár en hún hefur verið varaformaður
„Við sem erum í stjórninni þurfum aðeins að setjast niður, skoða málin og velta fyrir okkur stöðunni. Þetta er auðvitað breytt landslag fyrir okkur. Það skýrist á næstunni, hvað verður."
Guðrún segir að það hafi komið sér á óvart þegar Geir tilkynnti ákvörðun sína í gær.
„Ákvörðunin kom mér á óvart. Ég bjóst ekki við þessu. Hann hringdi og tilkynnti okkur stjórnarmönnum þetta og starfsfólki og síðan kom fréttatilkynning," sagði Guðrún Inga.
Ársþing KSÍ fer fram í Vestmannaeyjum 11. febrúar en þar verður nýr formaður kjörinn. Guðni Bergsson hefur ákveðið að bjóða sig fram og þá er Björn Einarsson að íhuga framboð. Fleiri gætu bæst í hópinn á næstu vikum en tilkynna þarf framboð tveimur vikum fyrir ársþingið.
Athugasemdir