Pep vill fá fyrrum leikmann Liverpool - Liverpool fylgist með tveimur Svíum - Grealish orðaður við Tottenham
   fim 05. janúar 2017 13:18
Magnús Már Einarsson
Björn Einars: Góð og skynsamleg ákvörðun hjá Geir
Björn Einarsson.
Björn Einarsson.
Mynd: Aðsend
,Þetta voru ótrúlegar sviptingar í gær sem komu gríðarlega á óvart," sagði Björn Einarsson við Fótbolta.net í dag.

Björn hefur legið undir feldi að undanförnu og íhugað hvort hann ætli að bjóða sig fram sem formaður KSÍ.

Ársþing KSÍ fer fram í Vestmannaeyjum í febrúar en í gær tilkynnti Geir Þorsteinsson að hann ætli ekki að gefa kost á sér áfram sem formaður.

„Þetta kom mér mjög óvart," sagði Björn við Fótbolta.net í dag aðspurður út í ákvörðun Geirs.

„Hann hafði sagt hlutina með öðrum hætti og þetta kom mér jafnmikið á óvart og held ég öllum. Þetta er ákvörðun sem hann hefur haldið mjög nálægt sér. Ég held að þetta sé góð og skynsamleg ákvörðun hjá honum," sagði Björn sem fagnar því að nýr formaður muni taka við af Geir í febrúar eftir tíu ár starf hans. „Ég held að Knattspyrnusambandið þurfi á því að halda," bætti Björn við.

Guðni Bergsson hefur tilkynnt að hann ætli að bjóða sig fram en Björn ætlar að ákveða sig á næstunni.

„Það styttist í úrslitastund í þessu með það hver mín ákvörðun verður," sagði Björn.

Björn hefur áður greint frá því að hann myndi sinna starfi formanns KSÍ launalaust ef hann yrði kjörinn.

Björn var á sínum tíma formaður knattspyrnudeildar Víkings en hann hefur undanfarið verið formaður félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner