Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 05. maí 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Newcastle er með varaáætlun
Mynd: Getty Images
Andre Villas-Boas er nýjasta nafnið sem er orðað við stjórastöðuna hjá Newcastle United. Talsverðar líkur eru á eigendaskiptum hjá félaginu og er starf Steve Bruce, núverandi stjóra félagsins, þá í hættu.

Mauricio Pochettino er sagður efstur á blaði þeirra sem eru að kaupa Newcastle en áðurnefndur Villas-Boas er sagður þeirra 'Plan B', þetta herma heimildir FootMercato.

Einnig er í umræðunni að Lucien Fave, núverandi stjóri Dortmund, verði næsti stjóri Newcastle.

Andre Villas-Boas er fyrrum stjóri Chelsea, Tottenham, Porto og Zenit en er í dag stjóri Marseille í Frakklandi.

Í gær greindum við frá því að Mauricio Pochettino muni kosta nýtt félag 2,3 milljarða íslenskra króna ef hann verður ráðinn stjóri þess félags í maímánuði. Þetta er klásúla sem Tottenham samdi um þegar félagið rak Pochettino í nóvember.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner