Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   sun 05. maí 2024 23:10
Brynjar Ingi Erluson
Maguire frá í þrjár vikur - Nær bikarúrslitum og EM
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Harry Maguire, varnarmaður Manchester United, verður ekki meira með liðinu í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili vegna vöðvameiðsla, en frá þessu er greint á Daily Mail.

Maguire, eins og margir aðrir varnarmenn United, hefur verið að glíma við meiðsli á þessu tímabili.

Hann hefur spilað í gegnum sársaukann í síðustu leikjum en nú er ljóst að hann getur ekki spilað næstu vikur.

Chris Wheeler hjá Daily Mail segir að varnarmaðurinn verði frá næstu þrjár vikur.

Maguire hefur því spilað sinn síðasta deildarleik á tímabilinu, en samkvæmt Wheeler verður hann klár fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Manchester City og fyrir Evrópumótið með Englendingum í sumar.

Man Utd heimsækir Crystal Palace á Selhurst Park á morgun en síðan mætir liðið Arsenal og Newcastle á Old Trafford í síðustu tveimur leikjum deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner