Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   mið 05. júní 2024 21:58
Sverrir Örn Einarsson
Fúsa fannst frammistaðan í fyrri hálfleik skammarleg
Lengjudeildin
Vigfús Arnar var ekki kátur með fyrri hálfleikinn gegn Keflavík í kvöld
Vigfús Arnar var ekki kátur með fyrri hálfleikinn gegn Keflavík í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Leiknir gerði enga frægðarför til Reykjanesbæjar þegar liðið heimsótti Keflavík í sjöttu umferð Lengjudeildarinnar í kvöld en lokatölur urðu 5-0 Keflavík í vil þar sem öll mörkln litu dagsins ljós í fyrri hálfleik. Þjálfari Leiknis Vigfús Arnar Jósepsson var til viðtals við Fótbolta.net eftir leik en vegna tæknilegra örðugleika reynist ekki unnt að birta viðtalið sem slíkt.

Lestu um leikinn: Keflavík 5 -  0 Leiknir R.

Fúsi var að vonum ekki ánæðgur með fyrri hálfleikinn og sagði við fréttaritara að hann hefði hreinlega verið til skammar. Varnarleikurinn óboðlegur og Keflavík hefði skorað í fimm af sjö upphlaupum sínum í fyrri hálfleik og leikurinn í raun verið búinn eftir tæpar tuttugu mínútur þegar staðan var orðin 3-0

Hann var þó öllu sáttari með síðari hálfleikinn þar sem menn mættu eftir að hafa rætt saman í hálfleik til þess að keppa og sýna að meira væri spunnið í liðið en það sýndi í fyrri hálfleik. Þar skapaði lið Leiknis sér nokkur álitleg færi og lét reyna á Ásgeir Orra markvörð Keflavíkur sem varði nokkrum sinnum vel í hálfleiknum.

Leiknismenn misstu Róbert Hauksson af velli í fyrri hálfleik vegna meiðsla í fyrri hálfleik og undir lok leiks fór Omar Sowe sömu leið. Átti Fúsi von á að meiðsli Róberts gætu haldið honum frá vellinum í einhvern tíma en hann kenndi sér meins í lærinu. Hvað Omar Sowe varðar sneri hann sig á ökkla og ættu hans meiðsli að skýrast á næstu dögum.

Fréttaritari biðst velvirðingar á þeim vandamálum sem urðu til þess að viðtöl kvöldins misfórust.
Athugasemdir
banner
banner