Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 05. júlí 2020 17:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Liverpool svaraði burstinu gegn Man City
Mynd: Getty Images
Liverpool 2 - 0 Aston Villa
1-0 Sadio Mane ('71 )
2-0 Curtis Jones ('89 )

Liverpool náði að vinna sigur á Aston Villa er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool er fyrir löngu búið að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn en þeir vildu líklega svara fyrir skell gegn Manchester City í síðustu viku gegn Aston Villa í dag.

Fyrri hálfleikurinn var ekki góður hjá Englandsmeisturunum og var staðan að honum loknum markalaus.

Liverpool var miklu meira með boltann og þeir náðu ekki að nýta sér það, ekki fyrr en á 71. mínútu. Sadio Mane skoraði þá eftir sendingu frá Naby Keita. Fyrsta mark Liverpool eftir að liðið tryggði sér meistaratitilinn.

Eftir að Liverpool skoraði var það allt ljóst hvert stigin myndu fara. Curtis Jones, sem skrifaði nýverið undir nýjan samning við Liverpool, gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta úrvalsdeildarmarki á 89. mínútu. Lokatölur 2-0.

Liverpool er meistari og er núna með 89 stig. Aston Villa er í 18. sæti, einu stigi frá öruggu sæti.

Klukkan 18:00 hefst leikur Southampton og Man City. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.

Önnur úrslit:
England: Sheffield Utd tapaði mikilvægum stigum á Turf Moor
England: Fjögurra marka jafntefli á St. James' Park
Athugasemdir
banner
banner
banner