Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 05. júlí 2020 15:20
Brynjar Ingi Erluson
England: Fjögurra marka jafntefli á St. James' Park
Tomas Soucek skoraði annan leikinn í röð
Tomas Soucek skoraði annan leikinn í röð
Mynd: Getty Images
Newcastle 2 - 2 West Ham
0-1 Michail Antonio ('4 )
1-1 Miguel Almiron ('17 )
1-2 Tomas Soucek ('65 )
2-2 Jonjo Shelvey ('67 )

Það var mikill hraði á St. James' Park er Newcastle og West Ham skildu jöfn, 2-2, í 33. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Allan Saint-Maximin, vængmaður Newcastle, hefur verið orðaður við Paris Saint-Germain síðustu daga, en hann var afar ógnandi fram á við í dag.

West Ham komst yfir í leiknum á 4. mínútu. Michael Antonio skoraði þá með föstu skoti upp í þaknetið eftir fyrirgjöf frá Jarrod Bowen.

Þrettán mínútum síðar jafnaði Miguel Almiron metin með skoti af stuttu færi úr teignum. Glæsileg sókn hjá Newcastle.

Á 65. mínútu kom Tomas Soucek liði West Ham yfir. Annað mark hans í tveimur leikjum. Declan Rice átti skalla í slá eftir hornspyrnu og nýtti Soucek frákastið og skoraði.

Newcastle kom West Ham niður á jörðina fljótlega eftir markið því Jonjo Shelvey jafnaði leikinn tveimur mínútum síðar. Hann fékk að leika sér með boltann áður en hann ákvað að renna boltanum á Dwight Gayle, sem skilaði boltanum aftur á Shelvey. Enski miðjumaðurinn skoraði svo örugglega framhjá Lukasz Fabianski.

Lokatölur 2-2 á St. James' Park. Newcastle er með 43 stig í 12. sæti á meðan West Ham er í 16. sæti með 31 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner