Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 05. júlí 2020 12:57
Brynjar Ingi Erluson
England: Sheffield Utd tapaði mikilvægum stigum á Turf Moor
John Egan og félagar fögnuðu vel og innilega
John Egan og félagar fögnuðu vel og innilega
Mynd: Getty Images
Burnley 1 - 1 Sheffield Utd
1-0 James Tarkowski ('43 )
1-1 John Egan ('80 )

Burnley og Sheffield United skiptu stigunum bróðurlega á milli sín í 33. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag en liðin áttust við á Turf Moor.

Jóhann Berg Guðmundsson var í fyrsta sinn í leikmannahópnum hjá Burnley frá því í janúar og kom inná undir lok leiksins fyrir Erik Pieters.

Gestirnir í Sheffield United byrjuðu leikinn af krafti. Oli McBurnie átti hættulega marktilraun en Nick Pope sá við honum í markinu. Matej Vydra fékk gullið tækifæri til að koma Burnley yfir á 9. mínútu en hann skaut boltanum framhjá úr ákjósanlegu færi.

Gestirnir vildu fá vítaspyrnu nokkrum mínútum síðar er Sander Berge átti skot sem fór í höndina á Erik Pieters. VAR skoðaði atvikið en ekkert var dæmt. VAR hefur verið mjög óstöðugt þegar það kemur að því að handleika knöttinn innan teigs.

James Tarkowski braut ísinn svo rétt undir lok fyrri hálfleiks með skoti af stuttu færi eftir aukaspyrnu frá Dwight McNeil.

Jay Rodriguez var nálægt því að bæta við öðru á 78. mínútu en Dean Henderson gerði frábærlega í markinu. Tveimur mínútum síðar jafnaði Sheffield United. Liðið fékk hornspyrnu sem var tekin stutt. Þeir léku sín á milli og barst boltinn til John Egan sem skoraði með laglegu skoti.

Lokatölur 1-1 á Turf Moor. Sheffield United er núna sjö stigum á eftir Manchester United sem er í Evrópudeildarsæti þegar aðeins fimm leikir eru eftir. Burnley er með 46 stig, tveimur stigum á eftir Sheffield.
Athugasemdir
banner
banner
banner