Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 05. ágúst 2020 22:06
Brynjar Ingi Erluson
Solskjær um Sanchez: Óska honum alls hins besta
Ole Gunnar Solskjær í leiknum í kvöld
Ole Gunnar Solskjær í leiknum í kvöld
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, var ánægður með að geta gefið leikmönnum tækifæri í 2-1 sigrinum á LASK Linz í kvöld.

Jesse Lingard og Anthony Martial skoruðu mörk Man Utd í leiknum en Solskjær gaf fjölmörgum leikmönnum tækifæri og voru lykilmenn á bekknum,

„Við höfum lært það að leikmenn þurfa að spila til að halda snerpunni. Sumir af leikmönnunum hafa ekki spilað lengi og það sást greinilega. Við unnum og gáfum ungum leikmanni tækifæri þannig þetta var gott kvöld," sagði Solskjær.

Enski varnarmaðurinn Teden Mengi spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið er hann kom inná sem varamaður en Solskjær var ánægður með hann.

„Hann er leiðtogi, miðvörður og leikmaður sem ég hef mikla trú á. Hann er sterkur, snöggur og góður á boltann. Þetta er góður leikmaður sem við höfum í höndunum á okkur," sagði hann um Mengi.

Manchester United mætir FCK í 8-liða úrslitum en Solskjær vonast til að Victor Lindelöf verði með.

„Victor ætti að vera klár í að ferðast með okkur. Það er frábært að sjá Eric Bailly klára leikinn. Hann hefur verið í erfiðleikum með meiðsli svo þetta voru jákvætt."

„Okkur vantar þessa snerpu og það gerist þegar lið spila ekki reglulega. Sumir hafa ekki spilað síðan samkomubannið var sett á en þetta var góð æfing. Við kláruðum verkefnið, leikmenn fengu mínútur og núna förum við til Kaupmannahafnar."


Alexis Sanchez mun skrifa undir hjá ítalska liðinu Inter á morgun en Solskjær staðfesti þær fregnir.

„Já, ég held að hann skrifi undir hjá þeim á morgun. Ég get staðfest það. Alexis hefur staðið sig vel hjá þeim og er góður leikmaður. Ég óska honum alls hins besta," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner