Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 05. desember 2021 16:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fernandes: Hefðum getað skorað þrjú í fyrri hálfleik
Mynd: EPA
Manchester United vann sinn fyrsta leik undir stjórn Ralf Rangnick í dag er liðið lagði Crystal Palace 1-0.

Markið kom úr óvæntri átt en Fred skoraði markið.

United spilaði frábærlega í fyrri hálfleik og átti mörg góð færi. Bruno Fernandes leikmaður liðsins var mjög ánægður með byrjunina í leiknum.

„Fyrstu 25 mínúturnar voru frábærar, frábær hraði og við gáfum þeim ekkert pláss. Við náðum boltanum hátt uppi á vellinum. Við gátum skorað mörg mörk í fyrri hálfleik, að minnsta kosti þrjú," sagði Fernandes.

Með sigrinum er United í 6. sæti með 24 stig, stigi á undan Tottenham sem á leik til góða og þremur stigum á eftir West Ham.
Athugasemdir
banner