Ísland hefur náð forystunni gegn Danmörku í lokaleik sínum í Þjóðadeildinni.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir braut sér leið í gegnum vörn Dana og átti skot sem Lene Christensen markvörður danska liðsins varði en Karólína fékk boltann aftur og setti boltann í netið.
Íslenska liðið hefur spilað vel í leiknum en danska liðið hafði legið á því íslenska undanfarnar mínútur en Fanney Inga Birkisdóttir hefur staðið vaktina hrikalega vel í sínum fyrsta landsleik.
Sjáðu markið hér fyrir neðan.
Mark Karólínu í kvöld. Glæsilegt mark sem tryggði Íslandi sigur ???????? pic.twitter.com/YdWIFks6g7
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 5, 2023
Athugasemdir