mið 06. janúar 2021 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Manchester-liðin mætast í undanúrslitum
Mynd: Getty Images
Það er einn leikur á dagskrá í enska boltanum í dag þar sem Manchester United og Manchester City eigast við í stórleik á Old Trafford. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.

Liðin mætast í undanúrslitum deildabikarsins þar sem sigurvegarinn mætir Tottenham í úrslitaleik í apríl. Man City vann bikarinn í fyrra og hefur því titil að verja.

Man Utd er á fleygiferð í ensku úrvalsdeildinni og deilir toppsæti deildarinnar með Englandsmeisturum Liverpool þessa dagana, með einn leik til góða.

City er að rétta við sér eftir hikstandi byrjun og eru lærisveinar Pep Guardiola búnir að vinna þrjá leiki í röð í deildinni.

Viðureignir liðanna hafa verið áhugaverðar undanfarin ár þar sem Ole Gunnar Solskjær hefur unnið þrisvar, Guardiola tvisvar og svo skildu liðin jöfn núna í desember.

Leikur kvöldsins:
19:45 Man Utd - Man City (Stöð 2 Sport 2)
Athugasemdir
banner