Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 06. febrúar 2021 21:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Bjarnason í Sirius (Staðfest)
Aron lék með Val síðasta sumar.
Aron lék með Val síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kantmaðurinn knái Aron Bjarnason er búinn að skrifa undir samning við sænska félagið Sirius sem gildir til ársins 2025.

Aron var á láni hjá Íslandsmeisturum Vals í fyrra en hann var þá einn af bestu leikmönnum Pepsi Max-deildarinnar.

Hann kemur til Sirius frá Ujpest í Ungverjalandi. Kaupverðið er sagt vera í kringum eina milljón sænskra króna eða fimmtán og hálf milljón íslenskra króna.

Aron fór til Ujpest frá Breiðabliki sumarið 2019 en hann náði ekki að festa sig í festi hjá ungverska félaginu.

Sirius endaði í tíunda sæti í sænsku úrvalsdeildinni í fyrra. Rúnar Þór Sigurgeirsson, vinstri bakvörður Keflvíkinga, var á reynslu hjá félaginu á dögunum.


Athugasemdir
banner
banner