Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   lau 06. mars 2021 21:50
Victor Pálsson
England: Skoraði sitt fyrsta mark í fimm ár til að tryggja Leicester sigur
Brighton 1 - 2 Leicester
1-0 Adam Lallana('10)
1-1 Kelechi Iheanacho('62)
1-2 Daniel Amartey('88)

Það fór fram ansi skemmtilegur leikur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er Brighton og Leicester áttust við á Amex vellinum í Brighton.

Þessi tvö lið spila yfirleitt mjög skemmtilegan fótbolta og byrjaði fjörið strax á tíundu mínútu í kvöld.

Adam Lallana skoraði þá sitt fyrsta mark í um tvö ár er hann kom Brighton yfir eftir sendingu frá Neal Maupay.

Staðan var 1-0 þar til á 62. mínútu er Nígeríumaðurinn Kelechi Iheanacho skoraði fyrir Leicester til að jafna metin.

Youri Tielemans átti góða sendingu inn fyrir á Iheanacho sem kláraði færi sitt virkilega vel framhjá Robert Sanchez.

Leicester keyrði vel í eftir þetta mark Iheanacho og uppskar mark þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum.

Það var Daniel Amartey sem skoraði markið fyrir Leicester en hann skallaði þá knöttinn í netið eftir hornspyrnu.

Amartey gerir afskaplega lítið af því að skora mörk en hans síðasta mark kom árið 2016 eða fyrir fimm árum síðan.

Þetta mark dugði til sigurs og er Leicester nú í öðru sæti deildarinnar, 12 stigum á eftir toppliði Manchester City.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner