Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 06. ágúst 2020 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Conte um Sanchez: Góð ákvörðun hjá félaginu
Antonio Conte
Antonio Conte
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, þjálfari Inter á Ítalíu, er í skýjunum með að fá Alexis Sanchez til félagsins frá Manchester United.

Sanchez eyddi tímabilinu á láni hjá Inter frá United en hann virtist finna sig í ítalska boltanum.

Dvöl hans hjá United var martröð en Inter mun ganga frá kaup á honum í dag. Inter fær Sanchez frítt og greiðir honum 130 þúsund evrur á viku.

United riftir því samningnum við leikmanninn og sparar sér um það bil 60 milljónir punda.

„Þetta er mjög góð ákvörðun hjá félaginu og það á skilið hrós því hann kom hingað á hans versta tímapunkti á ferlinum. Hann kom eftir að hafa átt tvö erfið ár hjá United og svo meiddist hann þegar hann kom til okkar," sagði Conte.

„Það tók sinn tíma að koma honum aftur í gang svo þetta er auðvitað frábær tími fyrir Inter að njóta þess eftir alla þessa vinnu," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner