Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 06. ágúst 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Scholes ánægður að sjá Sanchez yfirgefa Man Utd
Alexis Sanchez semur við Inter í dag
Alexis Sanchez semur við Inter í dag
Mynd: Getty Images
„Því fyrr sem félagið losar hann, því betra," sagði Paul Scholes, fyrrum leikmaður Manchester United, er hann var spurður út félagaskipti Alexis Sanchez til Inter.

Scholes var í settinu hjá BT Sport yfir leik Manchester United og LASK Linz í gær en hann var spurður út yfirvofandi félagaskipti Alexis Sanchez til Inter.

Sílemaðurinn átti erfitt uppdráttar hjá Manchester United svo vægt sé til orða tekið en hann var lánaður til Inter fyrir síðasta tímabil.

Sanchez meiddist er hann kom til Inter en tókst að endurheimta þá töfra sem hann hafði hjá Arsenal fyrir nokkrum árum. Scholes var þó ekki mikill aðdáandi hans er hann spilaði fyrir United.

„Hann var hræðilegur hjá Man Utd. Eftir að Sir Alex Ferguson yfirgaf félagið þá tók við fjögurra eða fimm ára kafli af ömurlegum félagaskiptum og Sanchez var bara partur af því," sagði Scholes.

„Hann leit út fyrir að vera frábær leikmaður hjá Arsenal og einnig hjá Barcelona en einhverja hluta vegna gengu hlutirnir ekki upp hjá Man Utd. Ég er þakklátur fyrir að Solskjær sé kominn inn í félagið og hann virðist vera að stýra þessu í rétta átt."

„Vonandi gerir félagið ekki mistök eins og með Sanchez eða þau félagaskipti sem hafa átt sér stað á síðustu fimm árum,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner