Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   þri 06. ágúst 2024 20:09
Ívan Guðjón Baldursson
Fótbolti.net bikarinn: Sesar hetjan á Selfossi - Árbær í undanúrslit
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
8-liða úrslit Fótbolta.net bikarsins fara fram í kvöld og hafa úrslit borist úr tveimur leikjum, en einn er í framlengingu.

Lestu um leikinn: Selfoss 3 -  2 Haukar

Selfoss og Árbær eru komin áfram eftir sigra gegn Haukum og Vængjum Júpíters á meðan viðureign Tindastóls gegn Kára er í framlengingu.

Á Selfossi tóku Haukar forystuna snemma leiks, þegar Birkir Brynjarsson skoraði eftir slakan varnarleik heimamanna sem mistókst að hreinsa fyrirgjöf frá hættusvæðinu.

Selfyssingar voru sterkari aðilinn eftir markið en Haukar fengu þó tækifæri til að tvöfalda forystuna, sem fór forgörðum.

Í síðari hálfleik svöruðu heimamenn fyrir sig með þremur mörkum, þar sem Sesar Örn Harðarson reyndist hetjan með tvennu og skoraði Gonzalo Zamorano eitt.

Haukar minnkuðu muninn undir lokinn en það dugði ekki til og eru Selfyssingar komnir í undanúrslit.

Selfoss 3 - 2 Haukar
0-1 Birkir Brynjarsson ('2)
1-1 Sesar Örn Harðarson ('49)
2-1 Sesar Örn Harðarson ('60)
3-1 Gonzalo Zamorano ('74)
3-2 Jón Viktor Hauksson ('89)

Árbær er þá kominn í undanúrslit eftir sigur á útivelli gegn Vængjum Júpíters.

Lestu um leikinn: Vængir Júpíters 1 - 3 Árbær

Fyrri hálfleikurinn var gríðarlega fjörugur og fengu heimamenn mörg færi til að skora en nýttu þau ekki. Árbæingar nýttu sín færi og skoruðu tvö mörk til að leiða þægilega í leikhlé.

Andi Andri Morina skoraði fyrsta markið eftir slæm mistök í varnarleik Vængjanna sem gáfu boltann frá sér og lagði svo upp næsta mark fyrir Agnar Guðjónsson.

Daníel Smári Sigurðsson minnkaði muninn fyrir Vængina í upphafi síðari hálfleiks með frábæru marki beint úr aukaspyrnu og fékk Ástþór Ingi Runólfsson rautt spjald skömmu síðar.

Ástþór fékk tvö gul spjöld og því þurftu Árbæingar að spila síðustu 35 mínúturnar leikmanni færri.

Það kom ekki að sök þar sem tíu Árbæingar spiluðu verulega vel og innsigluðu sigurinn með marki frá Djordje Panic. Lokatölur 1-3 og fer Árbær í undanúrslit.

Vængir Júpíters 1 - 3 Árbær
0-1 Andi Andri Morina ('19)
0-2 Agnar Guðjónsson ('44)
1-2 Daníel Smári Sigurðsson ('53)
1-3 Djordje Panic ('74)
Rautt spjald: Ástþór Ingi Runólfsson, Árbær ('54)
Athugasemdir
banner
banner
banner