Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
banner
   þri 06. ágúst 2024 16:24
Stefán Marteinn Ólafsson
Kristófer Snær valinn í æfingarhóp U19 landslið Írlands
Kristófer Snær Jóhannsson
Kristófer Snær Jóhannsson
Mynd: Smo

Kristófer Snær Jóhannsson 18 ára miðjumaður Molde í Noregi hefur verið valinn í æfingarhóp fyrir U19 ára landslið Írlands. 

U19 ára landsliðið spilaði æfingarleik gegn varaliði Bohemian FC í Írlandi þar sem Bohemian FC hafði betur með tveimur mörkum gegn einu og spilaði Kristófer Snær fyrstu 75. mínúturnar í leiknum með U19 ára landsliði Írlands.


Kristófer Snær sem er fæddur 2006 er með tvöfalt ríkisfang en móðir hans er frá Írlandi og faðir hans er Íslenskur. Leikmenn Írlands í þessum leik voru mest megnis leikmenn sem spila á Írlandi en þeir sem spila fyrir Ensk lið voru ekki með.

Kristófer Snær hefur spilað 11 leiki með varaliði Molde í sumar og skorað í þeim tvö mörk.

Kristófer Snær er uppalinn Keflvíkingur og þykir mjög efnilegur leikmaður. Hann gekk til liðs við Njarðvík síðasta sumar og lék hann þrjá leiki með Njarðvíkingum í Lengjudeildinni og tvo í Mjólkurbikarnum áður en hann var síðar seldur til Molde í Noregi. 


Athugasemdir
banner
banner