Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   sun 06. október 2019 21:00
Elvar Geir Magnússon
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Landsleikur við vettvang voðaverka
Elvar Geir skrifar frá Liepaja
Elvar Geir Magnússon
Icelandair
Minnisvarði við strandlengjuna.
Minnisvarði við strandlengjuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á þessum fallega stað við Eystrarsaltið voru framin skipulögð fjöldamorð í síðari heimsstyrjöldinni.
Á þessum fallega stað við Eystrarsaltið voru framin skipulögð fjöldamorð í síðari heimsstyrjöldinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið er vant því að koma til ýmissa borga og bæja í Evrópu sem seint geta talist til þekktustu staða álfunnar. Þó kvennafótbolti sé grein sem fer ört vaxandi er staðan þannig hjá mörgum löndum að kvennalandsliðið spilar sjaldan í stærstu borgunum og á bestu leikvöngunum.

Stelpurnar okkar leika útileik gegn Lettlandi í undankeppni EM á þriðjudaginn en leikurinn fer fram í borg sem ber nafnið Liepaja. Þetta er þó alls ekkert krummaskuð, hér búa 70 þúsund manns og er þetta þriðja stærsta borg landsins.

Tveir íslenskir fjölmiðlar eru mættir til Liepaja til að fjalla um komandi leik hjá stelpunum okkar, við Hafliði Breiðfjörð frá Fótbolta.net og þau Kristjana Arnarsdóttir og Óskar Nikulásson frá RÚV.

Eftir ökuferð frá höfuðborginni Ríga í morgun fór ég ásamt Hafliða í skoðunarferð um svæðið. Eitt af því skemmtilegasta við okkar starf er að heimsækja nýja staði sem maður hefði líklega annars aldrei komið til og ef tími gefst aflögu er nærandi að taka smá túrista á þetta.

Liepaja liggur við Eystrarsaltið og er mikilvæg hafnarborg. En þegar maður fræðist um borgina er það sem hvað helst vekur athygli skelfilegir atburðir sem áttu þar sér stað í seinni heimsstyrjöldinni.

Í innrás nasista undir stjórn Adolfs Hitlers fóru fram skipulögð fjöldamorð á gyðingum í borginni og í nágrenni hennar. Um 5.000 af 5.700 gyðingar í Lipeaja voru skotnir til bana á árunum 1941-42. Flestir voru myrtir á strönd á gömlu hersvæði sem staðsett var rétt fyrir utan borgina.

Það svæði heimsóttum við í dag en þar er nú kominn upp minningarreitur. Það var furðuleg og magnþrungin tilfinning að heimsækja þennan stað, horfa yfir Eystrarsaltið og fræðast nánar um þau skelfilegu voðaverk sem þarna áttu sér stað.

Rétt við sömu strandlengju stendur svo Daugava leivkangurinn í Liepaja, völlurinn þar sem Ísland mun vonandi skila þremur stigum í hús á þriðjudaginn.
Athugasemdir
banner
banner