Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 06. nóvember 2019 21:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gummi Magg í Grindavík (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Grindavík tilkynnti í kvöld að framherjinn Guðmundur Magnússon væri genginn í raðir félagsins.

Síðasti samningur Guðmunds var við ÍBV en hann var lánaður frá félaginu til Ólafsvíkur Víkinga um mitt sumar. Guðmundur var þar áður hjá Fram.

Guðmundur skoraði fjögur mörk í átta leikuum á láni hjá Ólafsvíkingum og þá skoraði þrjú mörk í ellefu leikjum ÍBV.

Grindvíkingar féllu í sumar úr Pepsi Max-deildinni og eftir tímabilið var tilkynnt að Sigurbjörn Hreiðarsson myndi taka við liðinu af Srdjan Tufegdzic sem stýrði liðinu í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner