Al-Hilal vill fá Salah fyrir næsta sumar - Man Utd ætlar að kaupa Branthwaite - PSG undirbýr tilboð í Duran
   mið 06. nóvember 2024 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ancelotti áhyggjufullur: Fáum helling af mörkum á okkur
Carlo Ancelotti áhyggjufullur á svip.
Carlo Ancelotti áhyggjufullur á svip.
Mynd: EPA

Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, hefur miklar áhyggjur af liðinu eftir tap gegn AC Milan í Meistaradeildinni í gær. Þetta var annar tapleikur Real í röð á heimavelli og liðið hefur tapað tveimur af fjórum leikjum í Meistaradeildinni.


Leiknum lauk með 3-1 sigri Milan en eina mark Real Madrid skoraði Vinicius Junior af vítapunktinum.

„Við ættum að hafa áhyggjur því liðið er ekki að spila vel. Við verðum að vera þéttari, við höfum fengið helling af mörkum á okkur. Við höfum fengið níu mörk á okkur (í síðustu þremur leikjum) og það eru alltof mörg mörk fyrri lið sem byggir á traustleika," sagði Ancelotti.

Vinicius og Kylian Mbappe hafa fengið mikla gagnrýni þar sem talið er að þeir geti ekki spilað saman.

„Við fengum mörg tækifæri. Það er ekki vandamálið fyrir mér, það vantaði að vera betri fyrir framan markið. Aðal vandamálið sem við þurfum að laga er hversu auðvelt það er fyrir andstæðinginn að skapa sér færi," sagði Ancelotti.


Athugasemdir
banner