Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 07. janúar 2022 15:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mendy laus gegn tryggingu
Mynd: Getty Images
Benjamin Mendy, leikmaður Manchester City, hefur verið kærður fyrir nauðganir og kynferðisofbeldi. Hann er sakaður um að hafa ráðist á fimm konur á tímabilinu október 2020 og ágúst 2021.

Honum hefur verið sleppt úr fangelsi gegn tryggingu. Mendy hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn í ágúst.

Alls eru kærurnar sjö fyrir nauðganir og ein fyrir kynferðisofbeldi. Það átti að hefja réttarhöld í þessum mánuði en þeim hefur verið frestað og munu ekki hefjast fyrr en í júní í fyrsta lagi.

Mendy er laus í haldi fram að 24. janúar en þá þarf hann að mæta í réttarsal. Hann var handtekinn 26. ágúst og var þrisvar sinnum neitað um tryggingu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner