Nú stendur yfir leikur Víkings og ÍBV í Bestu deildinni en staðan er 1-0 heimamönnum í vil.
Gylfi Þór Sigurðsson var að spila sinn fyrsta deildarleik fyrir Víking en hann fékk beint rautt spjald fyrir tæklingu á 55. mínútu. Helgi Mikael dómari var fljótur í vasann að rífa upp rauða spjaldið.
Gylfi Þór Sigurðsson var að spila sinn fyrsta deildarleik fyrir Víking en hann fékk beint rautt spjald fyrir tæklingu á 55. mínútu. Helgi Mikael dómari var fljótur í vasann að rífa upp rauða spjaldið.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 0 ÍBV
„Hann fer aftan í Bjarka Björn og þetta er ljót tækling. Alls ekki draumabyrjun hjá Gylfa. Þetta var ljót tækling og hann réttilega sendur í sturtu," sagði Magnús Þórir Matthíasson sem lýsir leiknum fyrir Stöð 2 Sport. Tæklinguna má sjá frá spilara Vísis hér fyrir neðan.
Víkingar eru því manni færri en hægt er að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu með því að smella hér.
Gylfi verður í banni þegar Víkingur tekur á móti KA í 2. umferð.
Athugasemdir