Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   mið 07. júní 2023 14:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hefði verið eitthvað skrítið ef hann hefði ekki verið valinn"
Vildi sjá Benoný fá kallið líka
watermark Jóhannes í leiknum í gær.
Jóhannes í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Barátta milli Jóa og Ísaks.
Barátta milli Jóa og Ísaks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Kristinn Bjarnason var í gær valinn í U19 landsliðið fyrir lokakeppni EM sem fram fer á Möltu í júlí. Jóhannes er uppalinn KR-ingur sem sneri aftur í KR í vetur eftir tvö ár hjá Norrköping í Svíþjóð.

Jóhannes, sem varð átján ára í febrúar, lék sína fyrstu U19 leiki síðasta sumar en var hvorki í hópnum í forkeppninni né milliriðlinum. Hann hefur verið vaxandi í sumar og er að finna sig vel í hægri vængbakverðinum. Í gær átti hann mjög góðan leik gegn Stjörnunni.

Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Stjarnan

„Það er bara geggjað. Jói hefur sýnt í öllum þessum leikjum sem hann hefur spilað að hann vex og vex. Hann er frábær leikmaður, hefur gríðarlega hlaupagetu. Ef hann hefði ekki verið valinn þá hefði verið eitthvað skrítið," sagði Rúnar Kristinsson eftir bikarsigurinn í gær.

„Maður hefði alveg viljað sjá Benoný (Breka Andrésson) í þessu líka. Hann á töluvert fleiri mínútur heldur en nokkrir sem voru valdir. En maður treystir bara landsliðsþjálfurunum fyrir að velja rétt og gera rétt. Þeir eru með alla tölfræði og vita hvað er búið að vera í gangi hjá öllum, ég veit það ekki þó að ég hefði viljað sjá annan KR-ing líka," sagði Rúnar.

Ísak svindlar dálítið
Í viðtali við RÚV eftir leik var rætt um baráttu Jóhannesar við Ísak Andra Sigurgeirsson sem var á vinstri kanti Stjörnunnar.

„Jóhannes Kristinn var ekki mikið að fara fram völlinn, einbeitti sér meira að Ísak. Var það upplegg fyrir leikinn?" spurði Logi Ólafsson.

„Nei, alls ekki. Jói átti að fara upp völlinn en Ísak - við orðum það þannig þjálfararnir- hann svindlar dálítið, hleypur ekki alltaf til baka. Þá er þetta orðin smá skák. Á Jói að fara og skilja hann eftir eða hvernig eigum við að leysa það? Mér fannst samvinnan á milli Kennie (Chopart) og Jóhannesar í þessu eiga vera þannig að Jói hefði mátt fara upp og Kennie hefði átt að taka yfir, en það gerðist ekki. Við ræddum það í hálfleik," sagði Rúnar.

„Kennie var líka bara farinn," skaut Logi inn í en Kennie var mjög duglegur að fara upp völlinn.


Ánægður með viðbrögðin eftir höggið: Sá löngunina í augunum
Athugasemdir
banner
banner