Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   fös 07. júní 2024 09:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Potter útilokar að taka við Brighton
Mynd: EPA
Sky Sports greinir frá því að samkvæmt sínum heimildum muni Graham Potter ekki taka aftur við Brighton á þessum tímapunkti. Potter var stjóri Brighton árin 2019-2022, yfirgaf félagið þegar Chelsea keypti hann haustið 2022.

Hann var svo látinn fara frá Chelsea áður en tímabilinu lauk og hefur ekki verið í starfi síðan.

Haft er eftir heimildarmanni Sky Sports að Potter sé stoltur af því sem hann afrekaði hjá Brighton en nú sé ekki tími til að snúa til baka.

Roberto De Zerbi yfirgaf Brighton í lok tímabilsins og var Potter á tíma talinn líklegasti kostur félagsins.

Fabian Hurzeler (St. Pauli), Henrik Rydstrom (Malmö), Russell Martin (Southampton) og Steve Cooper eru líklegustu kostirnir fyrir Brighton sem stendur.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner