Arnar Hallsson leikgreinir leik KR og Víkings R.
Arnar Hallsson, fyrrum þjálfari Aftureldingar, mun í sumar leikgreina leiki í Pepsi Max-deildinni fyrir Fótbolta.net. Hér er skýrsla hans um leik KR og Víkings R. um helgina. Wyscout sem hjálpar liðum í Pepsi Max og Lengjudeildinni við leikgreiingar.
SJá einnig:
Leikurinn - Óreyndir og óheppnir Gróttumenn og hverjir eru styrkleikar Fylkis?
Leikurinn - Ólíkar leikáætlanir (FH-ÍA)
Leikurinn - Arnþór svipti Patrick plássi og tíma (Valur-KR
KR-ingar stilltu upp mjög svipað því sem þeir hafa verið að gera, 4-3-3. Með Beiti í markinu. Varnarlínuna mynduð Kristinn, Aron, Arnór Sveinn og Kennie. Á miðjunni voru Arnþór Ingi, Pablo og Pálmi. Arnþór Ingi mest í því að halda svæði og fylla upp fyrir bakverði liðsins. Í síðari hálfleik tók Pálmi yfir það hlutverk að stýra traffíkinni úr dýpinu, enda meiri þörf á leikstjórnanda í það hlutverk þegar KR-ingar voru einum fleiri. Fremstu menn voru Kristján Flóki með Atla og Óskar á vængjunum. Óskar var greinilega tæpur fyrir leikinn því hann fór útaf í hálfleik og náði sér aldrei á strik í leiknum.
Varnarlega ýttu KR-ingar Pablo upp til að pressa á öftustu línu Víkinganna með Kristjáni Flóka. Kristinn og á því mómenti líktist kerfið meira hefðbundnu 4-4-2.
Sóknarlega sköpuðust helstu tækifæri KR-inga eftir fyrirgjafir Atla Sigurjónssonar af hægri kantinum. Hann skar þá inná völlinn og skrúfaði boltann djúpt á fjær með vinstri fætinum
Varnarlega ýttu KR-ingar Pablo upp til að pressa á öftustu línu Víkinganna með Kristjáni Flóka. Kristinn og á því mómenti líktist kerfið meira hefðbundnu 4-4-2.
Sóknarlega sköpuðust helstu tækifæri KR-inga eftir fyrirgjafir Atla Sigurjónssonar af hægri kantinum. Hann skar þá inná völlinn og skrúfaði boltann djúpt á fjær með vinstri fætinum
Skot KR-inga að marki Víkinga
KR-ingum gekk illa að skapa opin marktækifæri með samleik. Þar spilaði gríðarleg vinnsla miðjumanna Víkings stóra rullu. KR-ingar áttu tvær skemmtilega útfærðar hornspyrnur og Atli Sigurjóns átti þrjár hættulegar fyrirgjafir en lítið meira þrátt fyrir manni og tveimur fleirri. Þannig hélst það þangað til leikurinn leystist upp í vitleysu undir lokin.
Rúnar Kristinsson hlýtur að hafa einhverjar áhyggjur af því hversu lítið liðið er í raun að skapa í þessum fyrstu leikjum tímabilsins. Úrslitin eru vissulega að mestu ásættanleg og liðið er í öðru sæti í deildinni. En fimm mörk í fjórum leikjum og frekar takmörkuð sköpun marktækifæra gefur tilefni til að ætla að erfitt sé fyrir liðið safna nægjanlega mörgum stigum til að verja titil sinn.
KR-ingum gekk illa að skapa opin marktækifæri með samleik. Þar spilaði gríðarleg vinnsla miðjumanna Víkings stóra rullu. KR-ingar áttu tvær skemmtilega útfærðar hornspyrnur og Atli Sigurjóns átti þrjár hættulegar fyrirgjafir en lítið meira þrátt fyrir manni og tveimur fleirri. Þannig hélst það þangað til leikurinn leystist upp í vitleysu undir lokin.
Rúnar Kristinsson hlýtur að hafa einhverjar áhyggjur af því hversu lítið liðið er í raun að skapa í þessum fyrstu leikjum tímabilsins. Úrslitin eru vissulega að mestu ásættanleg og liðið er í öðru sæti í deildinni. En fimm mörk í fjórum leikjum og frekar takmörkuð sköpun marktækifæra gefur tilefni til að ætla að erfitt sé fyrir liðið safna nægjanlega mörgum stigum til að verja titil sinn.
Víkingar stilltu upp sínu liði á mjög skemmtilegan hátt taktískt séð til að takast á við KR-ingana og öðluðust við það áhugavert taktískt forskot. Þeir spiluðu 3-5-2. Þar sem reynslumennirnir Kári, Sölvi og Halldór Smári mynduðu þriggja manna hafsentalínu
Vængbakverðir voru Davíð Atla og Atli Hrafn og á miðjunni voru Júlíus, Erlingur og Ágúst Eðvald.
Í fremstu víglínu voru Óttar Magnús og Hansen sem báðir eru öflugir í loftinu og mjög frambærilegir með boltann. Einkum Óttar Magnús sem átti tilþrif leiksins á 40 mínútu þegar þrír KR-ingar töldu sig vera búna að króa hann af en hann koma boltanum á lygilegan hátt á Erling Agnarsson. Hreinir töfrar
Vængbakverðir voru Davíð Atla og Atli Hrafn og á miðjunni voru Júlíus, Erlingur og Ágúst Eðvald.
Í fremstu víglínu voru Óttar Magnús og Hansen sem báðir eru öflugir í loftinu og mjög frambærilegir með boltann. Einkum Óttar Magnús sem átti tilþrif leiksins á 40 mínútu þegar þrír KR-ingar töldu sig vera búna að króa hann af en hann koma boltanum á lygilegan hátt á Erling Agnarsson. Hreinir töfrar
Þetta val Arnars Gunnlaugssonar á kerfi var að valda KR-ingum talsverðum vandræðum í byrjun leiks og svo virtist sem þeir ættu ekki von á þessari nálgun Víkinganna.
Miðjumenn Víkinga þeir Erlingur og Ágúst Eðvald fengu það hlutverk að koma út úr línunni á miðjunni til að mæta bakvörðum KR-inga. Í byrjun leiks áttu KR-ingar í erfiðleikum með að leysa þessa pressu en svo fór þeim að ganga örlítið betur að spila áður en jafnvægi leiksins var raskað.
Miðjumenn Víkinga þeir Erlingur og Ágúst Eðvald fengu það hlutverk að koma út úr línunni á miðjunni til að mæta bakvörðum KR-inga. Í byrjun leiks áttu KR-ingar í erfiðleikum með að leysa þessa pressu en svo fór þeim að ganga örlítið betur að spila áður en jafnvægi leiksins var raskað.
Taktísk nálgun Víkinga á leikinn skilaði þeim góðu færi. Þetta var greinilega sviðsmynd sem þeir höfðu æft nokkuð og ein lykilástæða uppstillingar þeirra. Að vera með slétta tölu á hafsentana og halda yfirtölu á miðjunni.
Sóknarlega voru Víkingar greinilega búnir að æfa krosshlaup og samvinnu tveggja sentera. Þeir voru hársbreidd frá því að komast í dauðafæri eftir slíka samvinnu. Afar einföld uppskrift, a la Burnley, en ef hún er rétt framkvæmd er gríðarlega erfitt að takast á við þetta. Kári Árnason bar upp boltann og Nikolaj og Óttar voru á báðum hafsentum KR.
Sóknarlega voru Víkingar greinilega búnir að æfa krosshlaup og samvinnu tveggja sentera. Þeir voru hársbreidd frá því að komast í dauðafæri eftir slíka samvinnu. Afar einföld uppskrift, a la Burnley, en ef hún er rétt framkvæmd er gríðarlega erfitt að takast á við þetta. Kári Árnason bar upp boltann og Nikolaj og Óttar voru á báðum hafsentum KR.
Hár bolti frá Kára kemur á senterinn fjær (Óttar), Kári hefur spilað þessum bolta oftar en flestir geta talið á hausinn á Kolbeini Sigþórssyni með landsliðinu.
Nikolaj vinnur boltann sem hrekkur laus og er alveg við það að sleppa í gegn en sem betur fer fyrir KR-inga var Kennie með skávinnu bakvarðarins alveg á hreinu og kemst í veg fyrir Nikolaj og bjargaði.
Nikolaj vinnur boltann sem hrekkur laus og er alveg við það að sleppa í gegn en sem betur fer fyrir KR-inga var Kennie með skávinnu bakvarðarins alveg á hreinu og kemst í veg fyrir Nikolaj og bjargaði.
Leikurinn sjálfur:
Leikurinn byrjaði mjög fjörlega, Víkingar komu vel víraðir inn í leikinn og tóku frumkvæði á mörgum sviðum leikins. Þeir sköpuðu sér fjölmargar góðar stöður á fyrstu 20 mínútunum og ógnuðu marki KR-inga reglulega. Gott tempó var í samleik Víkinganna og KR-ingar áttu í erfiðleikum með að ná tökum á leiknum bæði taktískt auk þess sem tempó-ið í leik Víkinga virtist koma þeim nokkuð á óvart. En eins og oft gerist með reynslumikil lið að þá veðra þau storminn, halda haus og landa sigrinum eftir því sem orka andstæðinganna dvínar.
Mikil barátta var í gangi og var gaman að fylgjast með leikmönnum beggja liða spila af svo miklum krafti og takast á. Allir þeir sem gaman hafa af fótbolta njóta þess að horfa á jafningjaleiki þar sem orka og gæði einkennir alla nálgun á leikinn. Að horfa á góða leikmenn takast á, að finna lyktina af metnaðinum, keppnishörkunni og sigurviljanum. Það er mikill munur á því að spila fast og spila gróft, þessi leikur var ekki gróft spilaður heldur var mikið um baráttu þar sem hágæða leikmenn tókust á.
Leikurinn byrjaði mjög fjörlega, Víkingar komu vel víraðir inn í leikinn og tóku frumkvæði á mörgum sviðum leikins. Þeir sköpuðu sér fjölmargar góðar stöður á fyrstu 20 mínútunum og ógnuðu marki KR-inga reglulega. Gott tempó var í samleik Víkinganna og KR-ingar áttu í erfiðleikum með að ná tökum á leiknum bæði taktískt auk þess sem tempó-ið í leik Víkinga virtist koma þeim nokkuð á óvart. En eins og oft gerist með reynslumikil lið að þá veðra þau storminn, halda haus og landa sigrinum eftir því sem orka andstæðinganna dvínar.
Mikil barátta var í gangi og var gaman að fylgjast með leikmönnum beggja liða spila af svo miklum krafti og takast á. Allir þeir sem gaman hafa af fótbolta njóta þess að horfa á jafningjaleiki þar sem orka og gæði einkennir alla nálgun á leikinn. Að horfa á góða leikmenn takast á, að finna lyktina af metnaðinum, keppnishörkunni og sigurviljanum. Það er mikill munur á því að spila fast og spila gróft, þessi leikur var ekki gróft spilaður heldur var mikið um baráttu þar sem hágæða leikmenn tókust á.
Það er virkilega sorglegt að þessari veislu hafi lokið eftir aðeins 25 mínútur þegar dómara leiksins lá mjög á að taka risastóra ákvörðun. Þegar það gerðist þá breyttist leikurinn, Víkingar skiptu í 4-4-1 kerfið og héldu áfram að herja á KR-inga með orku sinni án þess að ná að skapa verulega hættulegar stöður eða færi. KR-ingum gekk bölvanlega að skapa sér færi utan þess sem Atli náði að skapa því aðrir leikmenn KR-inga voru ekki í stuði sóknarlega í leiknum
Eftir rauða spjaldið á Kára Árnason var augljós pirringur í Víkingsliðinu, þeim fannst eflaust á sig halla í dómgæslunni og of mikil orka fór í að svekkja sig á ákvörðunum dómarans og því að geta ekki fylgt eftir þessari jákvæðu byrjun þeirra á
leiknum. Að fylgjast með Sölva Ottesen leiða ungt lið í baráttunni gegn ríkjandi Íslandsmeisturum. Hvernig hann vinnur návígin og skallaboltana. Þeir sem hafa áhuga á því að finna lyktina af gríðarlegum metnaði fyrir því að vinna og sjá skallatækni sem er í sérflokki í Pepsi deildinni verja sínum peningum vel með því að horfa á Sölva spila.
Tempóið í leiknum til að byrja með var þannig að erfitt var að skapa með því að taka menn á, bæði lið voru mjög þétt varnarlega. Skiptingar milli svæða voru erfiðar því lítill tími var gefinn á boltanum. Í byrjun leiks gáfu Víkingarnir engin grið KR-ingar gátu bara framkvæmt 7,8 sendingar, svæðið frá miðjuhringnum á vallarhelmingi andstæðinga að endalínu eigin vallarhelmingi, áður en Víkingarnir trufluðu þá. Á meðan KR-ingar náðu þurftu 18,7 sendingar áður en þeir trufluðu Víkingana. Til samanburðar er meðaltalið í helstu deildum Evrópu 11,1 sendingar, þannig að ákefð Víkinga var umtalsvert meiri en að meðaltali í helstu deildum Evrópu. Enda var leikurinn fjörlegur og augljóst er að Víkingsliðið er vel þjálfað líkamlega og fremstu menn eru ungir og viljugir til að pressa og hlaupa.
Fyrra mark KR-inga kom eftir kröftugt hlaup Finns Orra upp í vinstra hornið á bakvið Dofra bakvörð Víkinga. Það dróg Halldór Smára úr stöðu og vörn Víkinga náði ekki bregðast við aðstæðunum. Davíð Atlason endaði einn með Flóka fyrir framan markið og hann kláraði færið vel.
Víkingarnir missa gjörsamlega hausinn eftir að hafa lent þremur mönnum undir og hlaupa stjórnlaust um völlinn og KRingar fá hvert dauðafærið á fætur öðru til að nudda salti í sár Víkinga en nýta ekkert þeirra.
Víkingarnir missa gjörsamlega hausinn eftir að hafa lent þremur mönnum undir og hlaupa stjórnlaust um völlinn og KRingar fá hvert dauðafærið á fætur öðru til að nudda salti í sár Víkinga en nýta ekkert þeirra.
Skiptingar:
KR-ingar tóku Óskar Örn útaf í hálfleik og Stefán Árni kom inná í hans stað, sem var líklega afleiðing þess að Óskar Örn var tæpur/meiddur strax í upphafi leiks. Sú skipting var ekki taktísk eðlis. En þegar Arnþóri Inga var skipt út af færðist Pálmi meira í leikstjórnanda hlutverkið til að reyna að skapa meira sóknarlega í því samhengi skal hafa það í huga að Finnur Orri átti lykilhlaup sem dróg Halldór Smára úr stöðu í fyrsta markinu. Aðrar skiptingar voru maður fyrir mann virtist vera.
Víkingar tóku Andra Hrafn út og settu Dofra inn sem hentaði betur í stöðu bakvarðar eftir rauða spjaldið á Kára Árnason. Skömmu eftir fyrra mark KR-inga gerði Arnar Gunnlaugsson tvöfölda skiptingu og önnur þeirra virkaði nokkuð ruglingsleg. Halldór Jón kom á miðjuna fyrir Júlíus og aðeins nokkrum mínútum síðar fór hann í bakvörðinn í stað Davíðs Atla. Eina rökrétta skýringin er sú að Davíð Atla hafi meiðst sem gæti enn aukið á vandræði Víkinga í næstu umferðum.
KR-ingar tóku Óskar Örn útaf í hálfleik og Stefán Árni kom inná í hans stað, sem var líklega afleiðing þess að Óskar Örn var tæpur/meiddur strax í upphafi leiks. Sú skipting var ekki taktísk eðlis. En þegar Arnþóri Inga var skipt út af færðist Pálmi meira í leikstjórnanda hlutverkið til að reyna að skapa meira sóknarlega í því samhengi skal hafa það í huga að Finnur Orri átti lykilhlaup sem dróg Halldór Smára úr stöðu í fyrsta markinu. Aðrar skiptingar voru maður fyrir mann virtist vera.
Víkingar tóku Andra Hrafn út og settu Dofra inn sem hentaði betur í stöðu bakvarðar eftir rauða spjaldið á Kára Árnason. Skömmu eftir fyrra mark KR-inga gerði Arnar Gunnlaugsson tvöfölda skiptingu og önnur þeirra virkaði nokkuð ruglingsleg. Halldór Jón kom á miðjuna fyrir Júlíus og aðeins nokkrum mínútum síðar fór hann í bakvörðinn í stað Davíðs Atla. Eina rökrétta skýringin er sú að Davíð Atla hafi meiðst sem gæti enn aukið á vandræði Víkinga í næstu umferðum.
Mikilvægustu atvik leiksins:
1. Víkingar höfðu þrýst línunni mjög hátt upp og svo virtist sem einhver misskilningur hafi orðið milli Sölva og Kára því Kári situr eftir örlítið dýpra í stöðunni 1v1 gegn Flóka. Flóki á mjög slæma snertingu við boltann, ætlar sennilega ð taka hann með sér utanfótar út á vænginn en boltinn hrekkur markmegin við Kára og upp kemur hættuleg staða.
1. Víkingar höfðu þrýst línunni mjög hátt upp og svo virtist sem einhver misskilningur hafi orðið milli Sölva og Kára því Kári situr eftir örlítið dýpra í stöðunni 1v1 gegn Flóka. Flóki á mjög slæma snertingu við boltann, ætlar sennilega ð taka hann með sér utanfótar út á vænginn en boltinn hrekkur markmegin við Kára og upp kemur hættuleg staða.
Kári virðist taka í treyju Flóka en sleppir strax aftur, þegar Flóki áttar sig á því að hann er búinn að missa boltann of langt frá sér lætur hann sig falla.
Leikurinn var búinn að vera frábær skemmtun á svo marga vegu. Talsverð gæði fótboltalega voru í gangi og skemmtilegar taktískar þrautir fyrir liðin að leysa. En þarna breytist valdajafnvægi leiksins á augabragði og skemmtanagildið dvínaði verulega.
Leikurinn var búinn að vera frábær skemmtun á svo marga vegu. Talsverð gæði fótboltalega voru í gangi og skemmtilegar taktískar þrautir fyrir liðin að leysa. En þarna breytist valdajafnvægi leiksins á augabragði og skemmtanagildið dvínaði verulega.
Ýmislegt hefði sennilega geta farið betur í úrvinnslu þessara aðstæðna. Aðstoðardómarinn lyftir aldrei flaggi sínu til að gefa dómaranum merki um brot en gæti hugsanlega hafa gefið dómaranum skilaboð í gegnum samskiptabúnaðinn. Dómarinn kemur fljúgandi inn aðstæðurnar og liggur greinilega mikið á að taka ákvörðun því höndin er strax kominn í vasann til að sækja rauða spjaldið.
Betra hefði sennilega verið ef dómarinn hefði gefið sér tíma til að hugsa málið betur og ráðfært sig við aðstoðardómarann því þetta var stór ákvörðun og nær útilokað er að dómarinn hafi haft gott sjónarhorn á atvikið. Því hann er staðsettur beint fyrir aftan atvikið og líklega hefur Sölvi skyggt á sjónlínu hans. Sorglegt að svo skemmtilegur leikur hafi ekki fengið að þróast meira.
2. Fyrra mark KR-inganna, kom þeim yfir en fram að því höfðu þeir ekki verið líklegir til að skora utan þess er Atli gaf fyrir markið í uppbótatíma fyrri hálfleiks og Óskar Örn rétt missti af boltanum.
Ágúst leggur af stað í pressu á Kennie Chopart án þess að ná að loka almennilega á hann, Dofri stígur upp með Atla sem þýðir það að hornið opnist án þess að raunveruleg pressa sé á boltamanninum.
Ágúst leggur af stað í pressu á Kennie Chopart án þess að ná að loka almennilega á hann, Dofri stígur upp með Atla sem þýðir það að hornið opnist án þess að raunveruleg pressa sé á boltamanninum.
Kennie teiknar boltann í hornið fyrir Finn Orra sem kemur með þverhlaup af miðjunni í hornið. Halldór Smári dregst út með Finni og uppsiglingu er ójafnvægi í vítateig Víkinganna.
Atli og Finnur ná að halda Dofra og Halldóri uppteknum úti á vængnum auk þess sem Stefán Árni sker
línuna og dregur Sölva úr stöðu. Úr verður að Davíð Atla er einn með Flóka í vítateignum.
Flóki nær að fría sig frá Davíð og klárar færið vel eftir fyrirgjöf Atla Sigurjóns. Báðir hafsentar Víkinga eru víðsfjarri hættusvæðinu og niðurstaðan var mark.
3. Í stöðunni 1-0 fyrir KR fá Víkingar dauðafæri til að jafna leikinn. Sölvi fær allan tímann í heiminum til að bera upp boltann.
Hann sér Óttar og Halldór Jón i fjærsvæðinu og setur boltann horn í horn.
Kennie dregst að boltanum og hafsentar KR höfðu greinilega tapað Óttari í færslunni. Niðurstaðan er 2 v1 á fjærsvæðinu og Halldór Jón er á auðum sjó.
Kennie dregst að boltanum og hafsentar KR höfðu greinilega tapað Óttari í færslunni. Niðurstaðan er 2 v1 á fjærsvæðinu og Halldór Jón er á auðum sjó.
Fyrsta snerting Halldórs svíkur hann og svo hittir hann ekki boltann með vinstri fætinum. Færið fjarar út og besti möguleiki Víkinga til að ná sér í jafna stöðu fer forgörðum.
Niðurstaðan:
KR-liðið er mjög reynslumikið og kann að finna leiðir til sigurs án þess að spila leiftrandi fótbolta. Það er merki um reynslu og mikið sjálfstraust leikmanna og lýsir svolítið DNA-i klúbbsins. KR-ingar eru og verða mjög líklega í toppbaráttunni allt til enda. En það er ljóst að það eru ákveðin viðvörunarljós til staðar og svo virðist sem Rúnar Kristinsson sé fullmeðvitaður um þau. Liðið verður að finna leiðir til að skapa meira, hvort sem þær eru taktískar eða með því að gera breytingar á uppstillingu þess. Ef einhver hefur þekkinguna og reynsluna sem þarf til þess er það líklega Rúnar Kristinsson.
KR-liðið er mjög reynslumikið og kann að finna leiðir til sigurs án þess að spila leiftrandi fótbolta. Það er merki um reynslu og mikið sjálfstraust leikmanna og lýsir svolítið DNA-i klúbbsins. KR-ingar eru og verða mjög líklega í toppbaráttunni allt til enda. En það er ljóst að það eru ákveðin viðvörunarljós til staðar og svo virðist sem Rúnar Kristinsson sé fullmeðvitaður um þau. Liðið verður að finna leiðir til að skapa meira, hvort sem þær eru taktískar eða með því að gera breytingar á uppstillingu þess. Ef einhver hefur þekkinguna og reynsluna sem þarf til þess er það líklega Rúnar Kristinsson.
Víkingarnir eru með skemmtilegt verkefni í gangi og það er ljóst að Arnar Gunnlaugsson er mjög klókur taktískt og samstarf hans við Guðjón Ingólfsson er greinilega gott því liðið virkar í besta forminu til þessa í mótinu. Víkingarnir búa mjög það því að hafa gríðarlega reynslu og þekkingu í öftustu línu. Það er ekki á hverjum degi sem maður sér svo góða miðvarðaþrenningu í íslenskum fótbolta. Miðjan er skipuð góðum leikmönnum í fótbolta sem hafa hungrið, formið og metnaðinn í að spila góðan fótbolta á háu tempó-i. Sóknarlega reiðir liðið sig óþægilega mikið á einstaklingsgæði Óttars Magnúsar en í þessum leik brá fyrir mjög skemmtilegri samvinnu hans við Hansen í fremstu víglínu. Það vantar ekki mikið uppá sóknarlega hjá Víkingum til að ná góðu flugi í deildinni. En það er sennilega óraunhæft að stefna á Íslandsmeistaratitilinn enda var liðið í botnbaráttu allt síðasta tímabil en liðið er mun betra í ár.
Athugasemdir