Arnar Hallsson leikgreinir leik Fylkis og Gróttu
Arnar Hallsson, fyrrum þjálfari Aftureldingar, mun í sumar leikgreina leiki í Pepsi Max-deildinni fyrir Fótbolta.net. Önnur leikskýrsla hans er um leik FH og ÍA en hún er gerð með hjálp frá Wyscout sem hjálpar liðum í Pepsi Max og Lengjudeildinni við leikgreiingar.
SJá einnig:
Leikurinn - Ólíkar leikáætlanir (FH-ÍA)
Leikurinn - Arnþór svipti Patrick plássi og tíma
Liðsuppstillingar og áherslur
Fylkir:
Ekkert óhefðbundið var við uppstillingu Fylkismanna. Einfalt leikkerfi með skýrt afmörkuðum hlutverkum varnarlega, 4-1-4-1. Liðið virtist helst leita að löngum boltum frá vinstri vængnum yfir á hægri kantmanninn Parfitt-Williams. Úrvinnslan úr þeirri stöðu var óljós en þó ljóst að hann er góður leikmaður.
Varnarlega voru hafsentarnir traustir í sínum hlutverkum sérstaklega Ásgeir og Daði í vinstri bakverðinum hélt vinstra horninu alveg lokuðu varnarlega og spilaði af mikilli yfirvegun.
Upplegg Fylkismanna á uppspil hefur verið talsvert til umfjöllunar en liðið sem heild virðist virka betur sem skyndisóknarlið heldur en sem sterku rútineruðu uppspilsliði. Eftir að Fylkir komst yfir og lið Gróttu kom framar á völlinn byrjuðu eiginleikar sóknarleikmannanna liðsins að komar betur fram. Arnór Gauti, Valdimar, Parfitt Williams, Hákon Ingi og sennilega Arnór Borg nýtast allir betur í skyndisóknarliði.
Fylkir:
Ekkert óhefðbundið var við uppstillingu Fylkismanna. Einfalt leikkerfi með skýrt afmörkuðum hlutverkum varnarlega, 4-1-4-1. Liðið virtist helst leita að löngum boltum frá vinstri vængnum yfir á hægri kantmanninn Parfitt-Williams. Úrvinnslan úr þeirri stöðu var óljós en þó ljóst að hann er góður leikmaður.
Varnarlega voru hafsentarnir traustir í sínum hlutverkum sérstaklega Ásgeir og Daði í vinstri bakverðinum hélt vinstra horninu alveg lokuðu varnarlega og spilaði af mikilli yfirvegun.
Upplegg Fylkismanna á uppspil hefur verið talsvert til umfjöllunar en liðið sem heild virðist virka betur sem skyndisóknarlið heldur en sem sterku rútineruðu uppspilsliði. Eftir að Fylkir komst yfir og lið Gróttu kom framar á völlinn byrjuðu eiginleikar sóknarleikmannanna liðsins að komar betur fram. Arnór Gauti, Valdimar, Parfitt Williams, Hákon Ingi og sennilega Arnór Borg nýtast allir betur í skyndisóknarliði.
Helgi Valur nýtti reynslu sína vel til að skýla vörninni og stýra uppspilinu, hann bar af í ákvarðanatöku á vellinum í fyrri hálfleik sérstaklega í uppspilinu. Sá einfaldar lausnir og mætti í svæðin á réttum tíma þannig að varnarmennirnir lentu ekki í mikilli pressu og andstæðingar hans veigruðu sér við því að fylgja honum því þá hefðu hættulegri svæði opnast.
Þetta var augljóslega búið að æfa nokkuð vel. Nokkrum sinnum féll hann niður á milli hafsentana sem gátu þá borið boltann upp. Sem var fín lausn gegn pressu Gróttumanna. Einkum Ásgeir sem kom svo með langan bolta horn í horn á PW sem var ætlað að skapa út frá því.
Sóknarlega treystu Fylkismenn einkum á að koma PW á boltann í 1 á 1 stöðu og á næmt auga Valdimars fyrir svæðum til að herja á. Hann hefur góða tilfinningu fyrir plássi og tíma þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall. PW virkar mjög góður í fótbolta og Fylkismenn þurfa að finna fjölbreyttari leiðir til að koma honum meira inn í leikinn. Bæði í uppspilinu sem og í tengingum í spili þegar hann er kominn á boltann. Ein skemmtilegasta sóknin var þegar PW fékk boltann úti hægra megin og Arnór Gauti kom með þverhlaup í hornið. PW skar síðan línuna aftur inn í teig og fékk boltann í góðri skotstöðu.
Grótta:
Gróttumenn stilltu upp í 4-2-3-1 kerfinu þannig að leikkerfin spegluðu í raun hvort annað. Þeir mættu tilbúnir í baráttuna og byrjuðu leikinn nokkuð kröftuglega mættu Fylkismönnum á miðjum vallarhelmingi þeirra og kerfið auðveldaði þeim að pressa Fylkismenn þar sem Fylkismenn voru með einn djúpan miðjumann. En svo virtist draga af Pétri Theódóri og þá losnaði um uppspil Fylkismannanna auk þess sem Helgi Valur dróg sig líka neðar og oft meira út vinstra megin og Gróttumenn svöruðu því ekki. Uppspil Gróttu var ekki markvisst og gekk þeim illa að stýra leiknum.
Gróttumenn stilltu upp í 4-2-3-1 kerfinu þannig að leikkerfin spegluðu í raun hvort annað. Þeir mættu tilbúnir í baráttuna og byrjuðu leikinn nokkuð kröftuglega mættu Fylkismönnum á miðjum vallarhelmingi þeirra og kerfið auðveldaði þeim að pressa Fylkismenn þar sem Fylkismenn voru með einn djúpan miðjumann. En svo virtist draga af Pétri Theódóri og þá losnaði um uppspil Fylkismannanna auk þess sem Helgi Valur dróg sig líka neðar og oft meira út vinstra megin og Gróttumenn svöruðu því ekki. Uppspil Gróttu var ekki markvisst og gekk þeim illa að stýra leiknum.
Hluta skýringarinnar var að finna í því að miðjurnar spegluðu hvor aðra, þ.e. Grótta var með tvo dýpri miðjumenn og einn fremri og Fylkir með einn djúpan og tvo fremri. Þá breytist miðjuspilið auðveldlega í maður á mann keppni. Í jöfnum leikjum verður niðurstaðan því lítið flot í leiknum og mikil barátta. Það var niðurstaðan hér. Meðal annars þess vegna sést hversu lítið virk miðja Gróttumanna var í spilinu.
Gróttuliðið skorti flæði í spilið til að koma Axel-onum tveimur meira inn í leikinn. Því báðir eru þeir með gott knattrak og óvæntar stefnubreytingar. Uppspilið gekk ekki vel og átti Helgi Valur (26) svipað margar heppnaðar sendingar og bæði Óliver Dagur (18) og Sigurvin (12) til samans á þeim 50 mín sem hann spilaði.
Leikurinn sjálfur:
Leikurinn byrjaði í nokkuð föstum skorðum, bæði lið reyndu að koma einhverju spili í gang og finna takt og bæði lið reyndu að pressa andstæðing sinn framarlega í því ferli. Eftir því sem leið á hálfleikinn fundu Fylkismenn betri takt í spilið án þess að ná að skapa afgerandi marktækifæri. Lausn þeirra á pressu Gróttumanna var að hafsentarnar, einkum Ásgeir, keyrði upp með boltann og Pétur Theódór náði ekki fylgja þeim eftir auk þess sem ekki kom hjálp frá miðjunni hjá Gróttu. Liðið slitnaði aðeins hjá Gróttu og það losnaði um flæðið hjá Fylki. Pressu skorti á boltamanninn og margar skiptingar frá vinstri til hægri hjá Fylki litu dagsins ljós. Þetta byrjaði að þróast þegar um 15-20 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleiknum.
Leikurinn byrjaði í nokkuð föstum skorðum, bæði lið reyndu að koma einhverju spili í gang og finna takt og bæði lið reyndu að pressa andstæðing sinn framarlega í því ferli. Eftir því sem leið á hálfleikinn fundu Fylkismenn betri takt í spilið án þess að ná að skapa afgerandi marktækifæri. Lausn þeirra á pressu Gróttumanna var að hafsentarnar, einkum Ásgeir, keyrði upp með boltann og Pétur Theódór náði ekki fylgja þeim eftir auk þess sem ekki kom hjálp frá miðjunni hjá Gróttu. Liðið slitnaði aðeins hjá Gróttu og það losnaði um flæðið hjá Fylki. Pressu skorti á boltamanninn og margar skiptingar frá vinstri til hægri hjá Fylki litu dagsins ljós. Þetta byrjaði að þróast þegar um 15-20 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleiknum.
Það vildi síðan þannig til að það var hættulegasti kafli Gróttu í leiknum. Þeir fengu fjórar mjög hættulegar stöður í vítateig Fylkismanna á fimm mínútna kafla þar sem þá skorti sennillega sambland af reynslu/yfirvegun/gæðum til að nýta stöðurnar. Þá sést líka hversu gölluð tölfræðin getur verið séu atvik rangt skráð. Ef leikmaður nær að skjóta að marki færist það til bókar sem vænt mark (XG) og engin af þessum stöðum sem um ræðir er skráð sem tilraun að marki Fylkis. Þrátt fyrir að boltinn fari í varnarmann á ögurstundu í þrígang.
Eftir um það bil 25 mínútna leik byrjuðu Fylkismenn að stýra leiknum betur án þess að ná að skapa afgerandi stöður eða markfæri. Í fyrri hálfleiknum þegar Fylkismenn höfðu hvað besta stjórn á leiknum áttu þeir eina tilraun að marki Gróttu úr vítateignum eftir fyrirgjöf og Parfitt-Williams átti gott skotfæri úr teignum í byrjun síðari hálfleiks áður en Fylkir kemst yfir. Eftir að Fylkismenn skora áttu leikmenn liðsins fjórar tilraunir að marki Gróttu úr vítateignum. Tvær tilraunir eftir hraðar sóknir og tvo skalla eftir föst leikatriði. Síðari hálfleikurinn einkenndist af minni gæðum fótboltalega en meiri baráttu, það að missa Helga Val útaf hafði veruleg áhrif á taktinn í leiknum. Ólafur Ingi er greinilega ekki alveg heill heilsu því hann beitti sér aðeins lítillega í uppspilinu en þeim mun meira í staðsetningum varnarlega. Það var aðdáunarvert að sjá slíkan aga og leiklestur sem hann sýndi við að fylla svæðin fyrir hafsenta Fylkis þegar þeir stigu út úr stöðum. Allir ungir miðjumenn ættu að fylgjast með honum valda svæði og samherja sína.
Reynsluleysið beit síðan Gróttumenn í rassinn á hinum enda vallarins þegar Hákon markvörður Gróttu óð út í háan bolta á hættulitlu svæði sem nákvæmlega engin þörf var á fyrir hann að vinna. Niðurstaðan var réttilega ódýrt og óþarft víti sem snéri leiknum. Strax í næstu sókn Gróttu fengu þeir upplagt tækifæri til að jafna metin eftir misskilning milli Ásgeirs og Daða. Ástbjörn náði að stela boltanum og skila frábærri sendingu fyrir markið þar sem Pétur lúrði á fjærstönginni, eins og hann gerir yfirleitt. Þetta var upplagt tækifæri til að jafna metin en því miður fyrir Gróttumenn fór boltinn gegnum klof Péturs og færið skráðist ekki sem marktækifæri.
Baráttan var áfram í fyrirrúmi og eftir klafs á miðjusvæðinu náði Valdimar tökum á boltanum og keyrði strax á vörn Gróttumanna og kláraði afar skemmtilega með tánni á 1.tempó-i án þess að Hákon ætti möguleika á að verja skotið. Í þessu kristallaðist munur liðanna, áræðni, sjálfstraust og örlítill gæðamunur í stöðum þar sem mikið er undir.
Skiptingar:
Skiptingar Fylkis-manna voru allar maður fyrir mann. Ólafur Ingi kom inn fyrir Helga Val á miðjuna og gæðin láku af honum þegar hann kom inná. Staðsetningar hans og yfirvegun á boltann var hressandi innspíting gæða í leikinn. Hann hlýtur hins vegar að vera meiddur eða mjög tæpur fyrst hann hefur ekki verið að spila og fyrst hann beitti sér svo lítið í uppspilinu. Fylkismenn þurfa svakalega á honum að halda í framhaldinu til að stýra spili liðsins ætli þeir sér að halda áfram með þennan leikstíl sem lagt er upp með. Hákon Ingi leysti Arnór Gauta af í framlínunni, þeir hafa mjög svipaða eiginleika sem leikmenn. Hraðir og beinskeyttir í svæði. Þórður Gunnar leysti svo Arnór Borg af á vinstri kantinum.
Gróttumenn höguðu sínum skiptingum á svipaðan hátt. Gerðu fimm breytingar á síðustu 25 mínútunum, aðallega til að auka kraftinn í liðinu á lokakaflanum og reyna að komast aftur inn í leikinn þannig. Þeir uppskáru mjög skrýtið víti en að öðru leyti náðu þessar skiptingar ekki að hafa afgerandi þróun á leik liðsins.
Skiptingar Fylkis-manna voru allar maður fyrir mann. Ólafur Ingi kom inn fyrir Helga Val á miðjuna og gæðin láku af honum þegar hann kom inná. Staðsetningar hans og yfirvegun á boltann var hressandi innspíting gæða í leikinn. Hann hlýtur hins vegar að vera meiddur eða mjög tæpur fyrst hann hefur ekki verið að spila og fyrst hann beitti sér svo lítið í uppspilinu. Fylkismenn þurfa svakalega á honum að halda í framhaldinu til að stýra spili liðsins ætli þeir sér að halda áfram með þennan leikstíl sem lagt er upp með. Hákon Ingi leysti Arnór Gauta af í framlínunni, þeir hafa mjög svipaða eiginleika sem leikmenn. Hraðir og beinskeyttir í svæði. Þórður Gunnar leysti svo Arnór Borg af á vinstri kantinum.
Gróttumenn höguðu sínum skiptingum á svipaðan hátt. Gerðu fimm breytingar á síðustu 25 mínútunum, aðallega til að auka kraftinn í liðinu á lokakaflanum og reyna að komast aftur inn í leikinn þannig. Þeir uppskáru mjög skrýtið víti en að öðru leyti náðu þessar skiptingar ekki að hafa afgerandi þróun á leik liðsins.
Mikilvægustu atvik leiksins:
- Eftir óhreint uppspil Fylkis á 17 mínútu vinna Gróttumenn boltann og sennilega er sending á Pétur misheppnuð sem skapar misskilning milli Helga Vals og Orra og boltinn berst til Kristófers.
- Eftir óhreint uppspil Fylkis á 17 mínútu vinna Gróttumenn boltann og sennilega er sending á Pétur misheppnuð sem skapar misskilning milli Helga Vals og Orra og boltinn berst til Kristófers.
Axel Harðarson sleppur í gegn eftir sendingu Kristófers. Daði Ólafsson fylgir honum fast eftir og bjargar meistaralega með tæklingu á síðustu stundu.
- Svo virðist vera sem ranglega hafi verið dæmt mark af Gróttu á 21 mínútu leiksins. Axel Sigurðarson er á bakvið hægri bakvörðinn efst á myndinni og Daði Ólafsson spilar hann líka réttstæðan. Engu að síður er hann flaggaður rangstæður og markið dæmt af. Athyglivert hefði verið að vita hvernig leikurinn hefði þróast hefði markið staðið.
Aron reynir að veiða boltann framhjá Axel en það tekst ekki og boltinn hrekkur í markið. Sennilega var Aron ómeðvitaður um að búið væri að flagga rangstöðu og dómarinn hafði þar með engin áhrif á ákvörðun né framkvæmd markvarðarins.
- Á 23 mínútu lauk þessum opna kafla þar sem Gróttumenn komust þrívegis í stöðu til að komast yfir. Eftir að Axel Sig. komst inn í teig Fylkismanna ná þeir að hreinsa og boltinn berst alla leið til Hákonar í marki Gróttu sem þrumaði boltanum í burtu.
Niðurstaðan:
Mikið hefur verið fjallað um nýja nálgun Fylkis en sú nálgun hékk mikið á gæðum og reynslu Helga Vals og Ólafs Inga. Því miður er Helgi Valur afar ólíklegur til að geta spilað meira á þessu tímabili. Því mun það lenda á Ólafi Inga að bera uppi uppspil Fylkis, vonandi verður hann heill heilsu þannig að við fáum að njóta þess að horfa á hann spila. En án hans til að stýra uppspilinu er Fylkis liðið ólíklegt til að geta stýrt tempó-inu í leiknum með boltanum. Það sem er verra fyrir Fylkismenn er að sóknarmenn liðsins eru flestir betri skyndisóknar leikmenn en sem skapandi spilarar á litlu svæði og í hefðbundnu uppspili. Það væri helst Parfitt - Williams sem gæti skapað fyrir þá úr þröngum stöðum þar sem pláss og tími er takmarkað. Fylkismenn voru afar farsælir að ná að vinna þennan leik og líklegt verður að teljast að erfitt sumar sé framundan hjá þeim. Varnarleikurinn var glopóttur og þeir voru stálheppnir að fá ekki á sig 2-3 mörk. Sóknarleikurinn var ekki góður en Valdimar Ingi galdraði fram mark úr engri stöðu sem færði þeim meira öryggi í forskoti sínu. Það verður athyglisvert að fylgjast með því hvernig þjálfarateymi Fylkis mun takast á við það taktískt að missa Helga Val. Ennfremur verður fróðlegt að sjá hvort þeim takist að skapa meira sóknarlega með flæði og samleik á síðasta þriðjungi eftir því sem líður á tímabilið.
Mikið hefur verið fjallað um nýja nálgun Fylkis en sú nálgun hékk mikið á gæðum og reynslu Helga Vals og Ólafs Inga. Því miður er Helgi Valur afar ólíklegur til að geta spilað meira á þessu tímabili. Því mun það lenda á Ólafi Inga að bera uppi uppspil Fylkis, vonandi verður hann heill heilsu þannig að við fáum að njóta þess að horfa á hann spila. En án hans til að stýra uppspilinu er Fylkis liðið ólíklegt til að geta stýrt tempó-inu í leiknum með boltanum. Það sem er verra fyrir Fylkismenn er að sóknarmenn liðsins eru flestir betri skyndisóknar leikmenn en sem skapandi spilarar á litlu svæði og í hefðbundnu uppspili. Það væri helst Parfitt - Williams sem gæti skapað fyrir þá úr þröngum stöðum þar sem pláss og tími er takmarkað. Fylkismenn voru afar farsælir að ná að vinna þennan leik og líklegt verður að teljast að erfitt sumar sé framundan hjá þeim. Varnarleikurinn var glopóttur og þeir voru stálheppnir að fá ekki á sig 2-3 mörk. Sóknarleikurinn var ekki góður en Valdimar Ingi galdraði fram mark úr engri stöðu sem færði þeim meira öryggi í forskoti sínu. Það verður athyglisvert að fylgjast með því hvernig þjálfarateymi Fylkis mun takast á við það taktískt að missa Helga Val. Ennfremur verður fróðlegt að sjá hvort þeim takist að skapa meira sóknarlega með flæði og samleik á síðasta þriðjungi eftir því sem líður á tímabilið.
Gróttuliðið er ekki að ná að skora jafnmikið úr föstum leikatriðum á þessari leiktíð og þeirri síðustu. Á síðustu leiktíð skoruðu þeir meira en 20 mörk eftir föst leikatriði og var það stærsta ástæða þess að þeir unnu sér sæti í deild þeirra bestu. Þeir sköpuðu sér nokkur úrvals færi eftir að hafa unnið boltann og keyrt hratt á lið Fylkismanna um miðjan fyrri hálfleik en svo þornaði það upp. Þessi gluggi sem þeir höfðu til að komast yfir lokaðist og þeir voru ekki líklegir til að skora eftir það. Það er spurning hvort það myndi henta þeim betur að vera með dýnamískari fremsta mann, eða deila þeim byrðum með Kristófer, til að auðvelda þeim að pressa andstæðingana. Því á meðan pressan þeirra var að virka best voru þeir líklegastir til að geta skorað. Þeir voru ekki líklegir til að skora eftir að hafa byggt upp langar sóknir. Þeir náðu sárasjaldan að leggjast þannig á andstæðingana að þeir gætu nýtt hæð og líkamlegan styrk Péturs í teignum. Ágúst Gylfason vissi sennilega frá fyrstu mínútu að þetta verkefni yrði ákaflega krefjandi, líklegast erfiðasta verkefni sem hann hefur tekið að sér. Reynsla í lykilstöðum vegur ákaflega þungt og því miður í þessum leik var ekki áberandi gæðamunur á liðunum sem réði úrslitum heldur reynsla, yfirvegun og einhver gæði í báðum vítateigum. Illa farið með góðar stöður og ódýrt víti sem réði úrslitum.
Niðurstaða þessa leiks gæti skipt ákaflega miklu máli þegar talið verður uppúr kössunum en ef þjálfari Gróttu finnur lausnir á vandamálum liðsins inn í og við vítateig andstæðinga sinna geta þeir náð betri fótfestu í leikjum. Það vantar ekki mikið uppá en það sem vantar skipti höfuðmáli í þessum leik. Pínu dash af yfirvegun, gæðum og reynslu. Fylkismenn geta verið sáttir með sigurinn en þurfa að vera meðvitaðir um það að geta lent í miklum vandræðum ef Ólafur Ingi nær ekki fullum snúningi inn á miðjunni hjá þeim fyrst Helgi Valur er úr leik.
Allar upplýsingarnar eru fengnar úr Wyscout kerfinu og er Andrea Giotto Panepinto sérstaklega þakkað fyrir aðgang að kerfinu.
Niðurstaða þessa leiks gæti skipt ákaflega miklu máli þegar talið verður uppúr kössunum en ef þjálfari Gróttu finnur lausnir á vandamálum liðsins inn í og við vítateig andstæðinga sinna geta þeir náð betri fótfestu í leikjum. Það vantar ekki mikið uppá en það sem vantar skipti höfuðmáli í þessum leik. Pínu dash af yfirvegun, gæðum og reynslu. Fylkismenn geta verið sáttir með sigurinn en þurfa að vera meðvitaðir um það að geta lent í miklum vandræðum ef Ólafur Ingi nær ekki fullum snúningi inn á miðjunni hjá þeim fyrst Helgi Valur er úr leik.
Allar upplýsingarnar eru fengnar úr Wyscout kerfinu og er Andrea Giotto Panepinto sérstaklega þakkað fyrir aðgang að kerfinu.
Athugasemdir