Arnar Hallsson leikgreinir leik FH og ÍA
Arnar Hallsson, fyrrum þjálfari Aftureldingar, mun í sumar leikgreina leiki í Pepsi Max-deildinni fyrir Fótbolta.net. Önnur leikskýrsla hans er um leik FH og ÍA en hún er gerð með hjálp frá Wyscout sem hjálpar liðum í Pepsi Max og Lengjudeildinni við leikgreiingar.
Varnarlína FH-inga var skipuð fjórum leikmönnum þar sem Hörður Ingi Gunnarsson hægri bakvörður var öflugur fram á við. FH-ingar stilltu svo upp með tvo djúpa miðjumenn sem ætlað var að stjórna miðjunni. Það tókst þeim vel stærstan hluta leiksins og fyrir framan þá voru þrír fljótandi sóknarsinnaðir leikmenn að tengja við Morten Beck í toppnum. FH liðið var afar þétt varnarlega stutt var milli lína og hliðarfærslur góðar. Daníel Hafsteinsson fékk það hlutverk að stíga upp af miðjunni og loka á uppspil Skagamanna ásamt Morten Beck. Sóknarlega var Jónatani falið að taka bakvörð ÍA á, Steven Lennon að skera línuna í þverhlaupum og Daníel að tengja við Morten Beck eftir að boltanum var spilað í toppinn. Einföld hlutverk en afar skýr. FH-ingar mættu yfirleitt Skagamönnum í milliblokk en fóru líka nokkrum sinnum hátt og pressuðu með góðum árangri.
Það voru tveir þættir í sóknarleik FH-inga sem Skagamenn svöruðu aldrei taktískt í leiknum. Það var ekki langt liðið á leikinn þegar ljóst var að JJ var í stuði og ætlaði sér að nýta hvert tækifæri til að taka menn á. Engin plön varðandi það litu dagsins ljós. Enginn reyndi oftar að skapa með knattraki. Til samanburðar þá áttu Óttar Bjarni hafsent og Ólafur Valur djúpi miðjumaður ÍA flestu knattrökin (3/2) Skagamanna. Allir þeir sem horfðu á leik FH gegn HK sáu hversu hættuleg þverhlaup Steven Lennon eru. Hann skoraði mark eftir slíkt þverhlaup og ógnaði ítrekað marki HK.
ÍA stillti upp með fjögurra manna varnarlínu og spegluðu miðjuna hjá FH með því að vera með einn djúpan miðjumann. En mikið bil var milli lína hjá ÍA og þar voru veisluhöld hjá FH í fyrri hálfleik sérstaklega.
Fremstu menn ÍA þeir Bjarki steinn Bjarkason, Tryggvi Hrafn Haraldsson sem og þeir Steinar Þorsteinsson og Stefán Teitur Þórðarson eru góðir í fótbolta og þrífast á flæði. En flæðið var lélegt ÍA og því komust þessir lipru leikmenn ekki inn í leikinn.
Fremstu menn ÍA þeir Bjarki steinn Bjarkason, Tryggvi Hrafn Haraldsson sem og þeir Steinar Þorsteinsson og Stefán Teitur Þórðarson eru góðir í fótbolta og þrífast á flæði. En flæðið var lélegt ÍA og því komust þessir lipru leikmenn ekki inn í leikinn.
Sé þéttleiki liðanna borinn saman sést hversu miklu þéttara FH liðið var í sínum aðgerðum. Myndin sýnir meðalstaðsetningu leikmanna þegar atburður er skráður.
Þéttleiki FH liðsins var mjög sambærilegur því sem var hjá bæði Val og KR í leik þeirra í 1.umferð. Varnarleikur ÍA heilt yfir í leiknum var ekki góður.
Þróun leiksins hefur aðeins áhrif á þetta, þ.e. að ÍA óx ásmegin undir lok leiks og pressaði. Svæðið er 43*43= 1.849 fm hjá FH en 85*59 = 3.068 fm hjá ÍA. Sem skilaði því að FH-ingar voru alltaf líklegri í sínum sóknaraðgerðum og ÍA afar ólíklegir í sínum sóknaraðgerðum.
Þéttleiki FH liðsins var mjög sambærilegur því sem var hjá bæði Val og KR í leik þeirra í 1.umferð. Varnarleikur ÍA heilt yfir í leiknum var ekki góður.
Þróun leiksins hefur aðeins áhrif á þetta, þ.e. að ÍA óx ásmegin undir lok leiks og pressaði. Svæðið er 43*43= 1.849 fm hjá FH en 85*59 = 3.068 fm hjá ÍA. Sem skilaði því að FH-ingar voru alltaf líklegri í sínum sóknaraðgerðum og ÍA afar ólíklegir í sínum sóknaraðgerðum.
Kröftug þverhlaup Steven Lennons og samvinnan við Morten Beck sem stundum krossar á móti.
Gegn HK. Atli Guðnason sendir inn í svæði fyrir SL eftir að MB tekur þverhlaup í hornið. SL skorar af harðfylgi.
Gegn HK. Atli Guðnason sendir inn í svæði fyrir SL eftir að MB tekur þverhlaup í hornið. SL skorar af harðfylgi.
Þverhlaup frá SL og langur bolti í hornið. Skot á markið sem Sigurður Hrannar þurfti að hafa sig allan við til að verja.
Leikurinn sjálfur:
Leikurinn byrjaði ágætlega fyrir bæði lið og fyrstu 15 mínúturnar nýttu liðin til að þreifa hvort á öðru án þess að ná skýrum undirtökum í leiknum. Sennilega voru fyrstu 15 mínúturnar besti kafli ÍA í leiknum fótboltalega séð. FH-ingar hertu síðan tökin og miðjumenn FH tóku miðjuna alveg yfir. Þar var Daníel gríðarlega hreyfanlegur, Björn Daníel stjórnaði tempó-inu algjörlega og Baldur tók mikið til sín í vinnslunni. Afar skemmtilegt var að fylgjast með því hvernig Daníel og Morten Beck tengdu í svæðinu framan við vörn ÍA. Eftir fyrsta korterið einkenndi þversending á þversendingu ofan leik ÍA og þeir komu sínum mest skapandi mönnum alls ekki í takt við leikinn. Skagamenn héldu boltanum meira en megnið af þeirra sendingum voru lítt skapandi. Tíðustu sendingamynstrin voru sendingar milli hafsentanna og milli hafsenta og markvarðar ÍA.
Leikurinn byrjaði ágætlega fyrir bæði lið og fyrstu 15 mínúturnar nýttu liðin til að þreifa hvort á öðru án þess að ná skýrum undirtökum í leiknum. Sennilega voru fyrstu 15 mínúturnar besti kafli ÍA í leiknum fótboltalega séð. FH-ingar hertu síðan tökin og miðjumenn FH tóku miðjuna alveg yfir. Þar var Daníel gríðarlega hreyfanlegur, Björn Daníel stjórnaði tempó-inu algjörlega og Baldur tók mikið til sín í vinnslunni. Afar skemmtilegt var að fylgjast með því hvernig Daníel og Morten Beck tengdu í svæðinu framan við vörn ÍA. Eftir fyrsta korterið einkenndi þversending á þversendingu ofan leik ÍA og þeir komu sínum mest skapandi mönnum alls ekki í takt við leikinn. Skagamenn héldu boltanum meira en megnið af þeirra sendingum voru lítt skapandi. Tíðustu sendingamynstrin voru sendingar milli hafsentanna og milli hafsenta og markvarðar ÍA.
FH-ingar höfðu skýra hugmynd um hvernig þeir ætluðu að pressa og það gerðu þeir með því að ýta miðjumanni upp og loka á hafsentana þannig. Úr urðu oftar en ekki langir boltar fram sem auðvelt var fyrir varnarmenn FH að eiga við.
FH-ingar unnu boltann þrívegis af Skagamönnum þegar þeir voru að hefja sitt uppspil og hefðu átt að skora í öll skiptin en gerðu ekki. Það hefði getað kostað þá undir lok leiks að hafa farið svo illa með þessar stöður. FH-ingar voru með undirtökin allan leikinn sóknarlega og varnarlega.
Skiptingar:
Skiptingar FH-inga voru ekki taktískar heldur maður fyrir mann. Þeir skiptu Birni Daníel og Daníel Hafsteinssyni útaf með stuttu millibili kringum 70 mínútu. Inn komu Þórir Jóhann og Atli Guðnason við það misstu þeir orku og stjórn á miðjunni og FH-liðið féll stöðugt aftar sem varð þess valdandi að Skagamenn náðu að hnoðast aftur inn í leikinn. Baldur Logi kom síðan inn fyrir Jónatan Inga undir lok leiks en það hafði óveruleg áhrif á leikinn. Skiptingar Skagamanna fólust í því að skipta um vinstri bakvörð í hálfleik Aron Lárusson kom útaf og Brynjar Snær færðist í bakvörðinn. Djúpur á miðjunni var þá Ólafur Valur. Við það þéttist svæðið framan við vörn Skagamanna lítillega. En vandræðin úti vinstra megin í vörninni héldu áfram. Marcus Johannsson kom inn fyrir Óttar Bjarna á 70 mínútu og veitti aukna hæð undir lok leiks þegar Skagamenn ógnuðu með löngum innköstum og úr föstum leikatriðum.
Skiptingar FH-inga voru ekki taktískar heldur maður fyrir mann. Þeir skiptu Birni Daníel og Daníel Hafsteinssyni útaf með stuttu millibili kringum 70 mínútu. Inn komu Þórir Jóhann og Atli Guðnason við það misstu þeir orku og stjórn á miðjunni og FH-liðið féll stöðugt aftar sem varð þess valdandi að Skagamenn náðu að hnoðast aftur inn í leikinn. Baldur Logi kom síðan inn fyrir Jónatan Inga undir lok leiks en það hafði óveruleg áhrif á leikinn. Skiptingar Skagamanna fólust í því að skipta um vinstri bakvörð í hálfleik Aron Lárusson kom útaf og Brynjar Snær færðist í bakvörðinn. Djúpur á miðjunni var þá Ólafur Valur. Við það þéttist svæðið framan við vörn Skagamanna lítillega. En vandræðin úti vinstra megin í vörninni héldu áfram. Marcus Johannsson kom inn fyrir Óttar Bjarna á 70 mínútu og veitti aukna hæð undir lok leiks þegar Skagamenn ógnuðu með löngum innköstum og úr föstum leikatriðum.
Mikilvægustu atvik leiksins:
⦁ Fyrra mark FH. Afar óskipulagður varnarleikur hjá ÍA. Guðmann Þórisson vann boltann og spilaði út á Hörð Inga. Brynjar Snær tekur þá ákvörðun að stíga út frá Jónatani og Sindri Snær hikar í færslunni.
⦁ Fyrra mark FH. Afar óskipulagður varnarleikur hjá ÍA. Guðmann Þórisson vann boltann og spilaði út á Hörð Inga. Brynjar Snær tekur þá ákvörðun að stíga út frá Jónatani og Sindri Snær hikar í færslunni.
Brynjar Snær nær að komast í stöðu en hefur engan stuðning og var greinilega þreyttur eftir að hafa sóað orku í óþarfa hlaup. Jónatan fer auðveldlega framhjá honum og kemst djúpt inn í teig Skagamanna.
Jónatan skýtur gegnum klof Sindra og Árna. En þessi staða var áður búin að koma upp og Skagamenn ekki brugðist rétt taktískt við þeim vandamálum sem FH-ingar voru búnir að skapa.
Þegar Björn Daníel og Daníel fóru útaf í kringum 70 mínútu misstu FH-ingar dampinn og Skagamenn komust inn í leikinn. Gröfin sýna annars vegar hversu miklu dýpra FH-ingar féllu, úr ca 55m frá eigin marki niður í 38m.
Ákefðin datt mikið niður úr leik FH úr 11 sekúndum milli aðgerða í 20 sekúndur. Þeir urðu alltaf passívir og fyrir mikið náðu Skagamenn að dæla boltum í teiginn og skapa umsáturs ástand.Þeir hættu að geta haldið boltanum innan liðsins eins og sést hvernig það þróast í kjölfar markanna sem reyndar gerist mjög oft.
Niðurstaðan:
Nálgun Ólafs Kristjánssonar þjálfara FH var kristaltær. Að nýta ólíka styrkleika sinna leikmanna sóknarlega. Að veita JJ frelsi til að skapa með því að taka menn á, að virkja tímasetningar og kröftug þverhlaup SL og að nýta orku DH til að pressa. Síðast en ekki síst að halda jafnvægi á liðinu með reynsluboltunum djúpt á miðjunni og í hafsenta stöðunum. Alltaf þegar á reyndi voru hafsentar FH tilbúnir og miðjumennirnir stjórnuðu alveg taktinum í leiknum. Liðið var ákaflega þétt varnarlega og mikil einbeiting og dugnaður í öllum færslum. Vel hræður kokkteill reynslu og frískleika hjá FH-ingum sem fróðlegt verður að fylgjast með hvernig þroskast í sumar. En helsta áhyggjuefni FH-inga eftir þennan leik hlýtur að vera nýting færanna sem stuðlaði að því að Skagamenn fundu leið aftur inn í leikinn þegar löngu áður hefði átt að vera búið að slökkva þann neista. Nálgun Jóhannesar Guðjónssonar á leikinn var nokkuð skýr í upphafi leiks en því miður fyrir Skagamenn þá var skipulag og reynsla FH-inga miklu betra. ÍA liðið tapaði því þræðinum alveg eftir fyrstu 15 mínúturnar í leiknum og FH-ingar tóku öll völd. Ef bestu leikmenn ÍA eiga að vera með í leiknum verður að vera flæði til staðar. En það vottaði varla fyrir flæði í uppspilinu eftir fyrstu 15 mínúturnar. Hafsentar liðsins sendu boltann þvert sín á milli án þess að finna nokkra leið inn á miðjuna og áherslan færðist yfri á að setja langan bolta í gagnstætt horn í stað þess að spila í gegnum miðjuna og virkja bestu fótboltamenn liðsins. Varnarlega var plássið milli varnar og miðju alltof mikið og FH-ingar herjuðu miskunarlaust á það svæði. Snemma leiks var ljóst að JJ var í stuði á kantinum og því þurfti að bregðast við því með því að tvöfalda á hann. Bakvörðunum barst takmörkuð hjálp og því lék Skagamenn grátt.
Allar upplýsingarnar eru fengnar úr Wyscout kerfinu og er Andrea Giotto Panepinto sérstaklega þakkað fyrir aðgang að kerfinu.
Athugasemdir