Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 07. júlí 2021 22:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
3. deild: KFG slapp með stig gegn Stólunum
Kári bjargaði stigi fyrir KFG.
Kári bjargaði stigi fyrir KFG.
Mynd: Stjarnan
KFG 2 - 2 Tindastóll
1-0 Jóhann Ólafur Jóhannsson ('43)
1-1 Raul Sanjuan Jorda ('44)
1-2 Raul Sanjuan Jorda ('53)
2-2 Kári Pétursson ('87)

Það fór einn leikur fram í 3. deildinni í kvöld er KFG tók á móti Tindastóli.

Tindastóll hefur ekki átt sérstakt tímabil en þeir mættu í Garðabæ í kvöld og spiluðu vel. KFG tók reyndar forystuna rétt fyrir leikhlé, en Tindastóll jafnaði strax og var staðan 1-1 þegar flautað var til hálfleiks.

Tindastóll tók forystuna aftur snemma í seinni hálfleik er Raul Sanjuan Jorda skoraði sitt annað mark.

Það stefndi í sigur gestanna, alveg þangað til Kári Pétursson jafnaði og bjargaði stigi fyrir KFG á 87. mínútu leiksins.

Lokatölur 2-2 og er KFG í þriðja sæti. Tindastóll situr í áttunda sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner