Valur mætir Dinamo Zargreb í dag í fyrri leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikið er á Maksimir leikvanginum í Zagreb og hefst leikurinn klukkan 17:00 að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu á Fótbolti.net.
Damir Krznar, þjálfari Zagreb, tjáði sig um leikinn í gær. Dinamo vann alla fjóra undirbúningsleiki sína fyrir leikinn gegn Val en liðið er á undirbúningstímabili sem stendur.
Damir Krznar, þjálfari Zagreb, tjáði sig um leikinn í gær. Dinamo vann alla fjóra undirbúningsleiki sína fyrir leikinn gegn Val en liðið er á undirbúningstímabili sem stendur.
„Valur er mjög skipulagt lið og með sigurvegara í sínum röðum. Það er erfitt að bera saman íslensku deildina við okkar deild, okkar er þó augljóslega sterkari. Þeir eru komnir í keppnisform þar sem deildin þeirra er hálfnuð og liðið hefur unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum. Við búumst við því að vera meira með boltann," sagði Krznar.
Það er einhver sýking í grasinu á Maksimir sem mun ekki koma til með að hjálpa leik Dinamo sem vill halda mikið í boltann. Grasið leit þó betur út í gær en fyrir fjórum dögum. Markmið Dinamo er að komast í riðlakeppni í einni af Evrópukeppnunum og hefst vegferðin gegn Val í dag.
Nokkrir leikmenn Dinamo tóku þátt í EM alls staðar og verða ekki með króatíska liðinu í einvíginu gegn Val. Dominik Livakovic verður ekki með í einvíginu og þeir Mario Gavranovic, Mislav Orsic, Bruno Petkovic og Luka Ivanusec munu ekki taka þátt í fyrri leiknum.
Seinni leikur liðanna fer svo fram á Hlíðarenda næsta þriðjudag.
Meira um leikinn:
„Ef ég væri ekki með trú, þá gæti ég bara verið heima"
Valur spilar við erfiðar aðstæður á morgun
Valur mætir Tottenham bönum - „Fáránlegt en samt geggjað"
Athugasemdir